Húsfyllir á Bíó-fundi í Paradísarbíói

0
431
alt

Húsfyllir var á Bíó-fundi sem UNIFEM, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel og Félag Sameinuðu þjóðanna gengust fyrir í Bíó Paradís á mánudag. Sýnd var myndin Kvennastríðið um hvernig nauðganir hafa verið notaðar sem vopn í styrjöldum í Bosníu og Kongó. alt

Að lokinni sýningu myndarinnar fluttu Íris Kristinsdóttir, lögfræðingur, Edda Jónsdóttir, mannréttindafræðingur og Bergljót Arnalds, rithöfundur og leikkona erindi og svöruðu fyrirspurnum undir stjórn Árna Snævarr. Urðu líflegar umræður.

 

 

 

Jafnframt var opnuð í Bíó Paradís sýning á fimmtán auglýsingum sem komust í úrslit í samkeppni UNRIC um bestu auglýsinguna til höfuðs fátækt í heiminum, en Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, sigraði í keppninni.

 

Ætlunin er að Bíó fundir með svipuðu sniði verði haldnir í Bíó Paradís með reglulegu millibili í vetur.