Hvað er græna hagkerfið?

0
586
Vindmyllur og náttúra
Mynd: Karsten Wurth/Unsplash

Vistkerfi, hagkerfi og jöfnuður eru helstu þættirnir því sem kallað er græna hagkerfið. Því er ætlað að vera grundvöllur auðugra samfélaga í þágu allra þegnanna.

Undanfarin ár hefur hugtakið græna hagkerfið rutt sér til rúms, jafnt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem Evrópusambandsins og OECD. Hugtakinu er ætlað að skýra samhengið á milli sjállfbærni, hagfræði og umhverfisins. Raunar eru umskiptin yfir í græna hagkerfið það, sem krafist er, til þess að ná fjölmörgum Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Það á við um aðgerðir í þágu loftslagsins, en einnig um hagvöxt, réttlæti og velmegun. Markmið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Stockholm+50 er að skjóta stoðum undir sjálfbær og græn hagkerfi, skapa fleiri störf og heilbrigða plánetu fyrir alla.

Hvað er græna hagkerfið?

Vindmyllur og náttúra
Mynd: Karsten Wurth/Unsplash

Græna hagkerfið er kolefnissnautt, nýtir auðlindir vel og nær til allra. Atvinnusköpun og tekjuaukning í græna hagkerfinu er knúin áfram með opinberum jafnt sem einkafjárfestingum í efnahagslegri starfsemi, innviðum og eignum sem greiða fyrir því að dregið sé úr koltvísýringslosun og mengun. Fjárfestingar í græna hagkerfinu stuðla einnig að því að vinna gegn því að fjölbreytni lífríkisins minnki og gengið sé á vistkerfi. Þá er veigamikið atriði að nýting orku og auðlinda batni.

Græna hagkerfið þýðir að fjárfest er í endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við sólarorku, vindorku á landi og á legi, vetni, í rafbílum og orku-skilvirkum heimilum.

Hugmyndin um græna hagkerfið kemur ekki í stað sjálfbærrar þróunar, en varpar nýju ljósi á hagkerfi, fjárfestingar, fjármagn og innviði, atvinnu og hæfni og jákvæðar félagslegar og umhverfislegar niðurstöður.

Græna hagkerfið er nátengt Heismmarkmiði númer 13 um loftslagaðgerðir en einnig lífsgæðum þar sem fólk er í fyrirrúmi.

 Fjórar víddir græna hagkerfisins

Græna hagkerfið setur heilsu plánetunnar og íbúanna í forgang og litið er að þar á milli séu tengsl. Með því að forgangsraða grænu frumkvæði þokast einstök ríki áfram í því að hrinda ýmsum Heimsmarkmiðum í framkvæmd.

Heimsmarkmið 3: Heilsa og vellíðan

Umfangsmiklar fjárfestingar í orku og umhverfi skapa hundruð þúsunda nýrra starfa. Með því að einblína á hreina orku er stuðlað að eflingu náttúrulegs, mannlegs og félagslegs auðmagns. Slíkt skapar atvinnutækifæri á sviði umhverfisvæns lífstíls, fyrir fyrirtæki og félagasamtök.

 Heimsmarkmið 16: Friður og réttlæti

Mynd: OCG Saving the ocean/Unsplash

Ýmis gögn benda til að græna hagkerfið hafi félagslegan og efnhagslegan ávinning í för með sér. Árangursríkt grænt hagkerfi krefst þverfaglegra stofnana sem nýta sér vísindi, hagfræði og þekkingu margvíslegra greina og staðbundið verkvit.

Með því að virkja ýmsa þætti samfélaga, skapar græna hagkerfið fjármagnskerfi sem þjónar hagsmunum samfélagsins með því að efla staðbundin hagkerfi og uppfylla á saman tíma sameiginlega staðla og verkferli.

 Heimsmarkmið 13: Loftslagsaðgerðir

Græn endurreisn verndar, endurreisir og fjárfestir í náttúrunni. Þar skiptir máli að græna hagkerfið stuðlar að mildun loftslagsbreytinga og endurreisn fjölbreytni lífríkisins.

Miklvægt er að endurheimta vatnsból, jarðveg og vistkerfi. Græna hagkerfið tengist hringrársarhagkerfinu sterkum böndum, það er að segja endurnýtingu og enduvinnslu efna og vara eins mikið og hægt er.

 Heimsmarkmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla

Mynd: Kristin Snippe/Unsplash

Draga ber úr neyslu með það fyrir augum að nýting náttúruauðlinda sé sjálfbær. Hagkerfi í þágu allra nýtir sér nútíma módel efnahagsþróunar sem miða að því að skapa velmegun innan þeirra marka sem plánetan þolir.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) notar hugtakið græna hagkerfið og hvetur til þess að grænum áætlunum sé hrint í framkvæmd í þróunarríkjum. Megin áherslan er á græna fjármögnun, tækni og fjárfestingar. Hvatt er til þjóðhagfræðilegrar nálgunar til að glæða sjálfbæran hagvöxt jafnt í ákveðnum heimshlutum, smærri ríkjaheildum og á vettvangi einstakra ríkja.

UNEP hjálpar ríkjum við umbreytinguna yfir í grænt hagkerfi.

Eitt þeirra ríkja er Kenía.

Kenía

Nairobi. Mynd: Amani Nation/Unsplash

Hagkerfi Kenía er eitt hið þróttmesta í Afríku. Engu að síður er þar við umtalsverð efnahagslegs-, umhverfis- og félagsleg vandamál að glíma. Þar má nefna loftslagsbreytingar, ágang á náttúruauðlindir, mikla fátækt og aukningu atvinnuleysis. Ríkið leitast við að takast á við þessi vandamál á kolefnissnauðan hátt þar sem skilvirkni í nýtingu auðlinda er höfð að leiðarljósi í þróunarstarfi.

UNEP telur að stjórnarstefna hafi lykilhlutverki að gegna við að skapa hvatningu til fjárfestinga í endurnýjanlegri orku. Þar má nefna tímabundna hvata, niðurgreiðslur, skattaívilnanir og langtímasamninga við orkuver á sviði endurnýjanlegrar orku.

Hið síðastnefnda hefur verið reynt í 30 þróuðum og 17 þróunarríkjum. Kenía hefur notað slíkt til að glæða notkun vind-, lífmassa- og ,raforku í smáu sniði, jarðgas, jarðhita og sólarorku.

Stockholm+50

Opinber útgjöld verða að greiða fyrir og styðja slíkar grænar fjárfestingar. Opinber stefnumið verða að taka mið af þeim og reglum og sköttum ber að breyta með hliðsjón af þeim.

Stokkhólmur plús 50
Stokkhólmsfundurinn var haldinn í júní 1972. UN Photo/Yutaka Nagata

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 2021 að fylkja liði umhverfissamfélagsins á meiri háttar ráðstefnu 2.og 3.júní 2022 í Stokkhólmi í sömu viku og Alþjóða umhverfisdagurinn er haldinn. Ráðstefnan er haldin á sama stað og fyrsta Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna fyrir fimmtíu árum. Ráðstefnan Stockholm+50 er tækifæri fyrir leitðoga til að draga lærdóm af hálfrar aldar umhverfisstarfi og grípa til brýnna og djarfra aðgerða til að tryggja betri framtíð á heilbrigðari plánetu.

Með því að viðurkenna í verki mikilvægi milliríkjasamstarfs við að takast á við þrefalda kreppu plánetunnar – loftslagið, náttúruna og mengun – er Stockholm+50 kjörið tækifæri til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem miðað er að í samþykktum Áratugar Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun , þar á meðal Áætlun 2030 um heimsmarkmiðin og Parísarsamninginn um viðnám við loftslagbreytingum.

Sjá nánar hér um Stockholm+50 og hér um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun.