Hvað er hungur? Hvað er fæðu-óöryggi?

0
596
Hungur fæðu-óöryggi

Rúmlega 80% Eþíópíubúa búa við fæðu-óöryggi. Sífellt fleiri íbúar Jemen líða hungur og neyta oft og tíðum aðeins einnar máltíðar á dag. Sómalía rambar á barmi hungursneyðar. 

Dag eftir dagum heyrum við og lesum um lönd og samfélög sem berjast við pólitískar og efnahagslegar hamfarir, sem stundum enda með hungursneyð, vannærðum börnum og fæðu-óöryggi.

En hvað býr að baki orðum af þessu tagi og hver munurinn á þeim?

 Hvað er hungur?

Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) skilgreinir hungur þanni að það sé óþægileg og sársaukafull tilfinning af völdum ónógrar inntöku orku úr matvælum. Þetta verður þrálátt eða krónískt ástand  þegar viðkomandi neytir ekki nægjanlegra margra hitaeininga (kalóría) með reglulegu millibili til að lifa eðilegu, virku og heilbrigðu lífi. Stundum er talað um hungur og vannæringu í sömu andrá.

Alvarleg vannæring

Alvarleg vannæring er ein helsta ógn við tilveru barna í heiminum. Þegar börn fá ekki nægilega næringarríka fæðu og veikjast ítrekað af niðurgangspest, mislingum eða mýrarköldu (malaríu) er grafið undan ónæmiskerfa þeirra.

„Börn sem fá ekki mat, tapa fljótlega þyngd. Oft bætist ofan á þetta smitandi niðurgangspest, þar til þau ery svo horuð og veikburða að þau líkjast beinagrindum,“ útskýrir Catherine Russel forstjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Krónísk vannæring

 Börn teljast krónískt vannærð þegar þau eru of lítil miðað við aldur. Þá hefur vöxtur og þroski barna raskast sökum of lítillar næringar, ítrekaðs smits og ónograr félagslegrar örvunar. Afleiðingarnar koma niður á vitsmunum og lærdómi og viðkomandi lendir neðarlega í launastiga á fullorðinsaldri og aftarlega á merinni í framleiðni. Of mikil þyngdaraukning síðar á ævinni hefur svo í för með sér aukna hættu á krónískum sjúkdómum sem tengjast næringu, á fullorðinsárum.

Rúmlega tvær milljónir barna undir fimm ára aldri í Jemen þjást af völdum bráðrar vannæringar, þar af er helmingur í lífshættu. Sjá nánar hér.

 Fæðu-óöryggi

 Hver sá sem nýtur ekki reglulegs aðgangs að nægjanlega öruggri og næringarríkri fæðu til eðlilegs vaxtar og þroska og til að lifa virku og heilbrigðu líf, telst búa við fæðu-óöryggi.

Orsökin kann að vera sú að fæða sé af skornum skammti og/eða að viðkomandi hafi ekki tekjur til að afla sér matar. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunin notar fæðu-óöryggiskvarða til að meta ástand (FIES):

Hungur fæðu-óöryggi

Tengsl hungurs og fæðu-óöryggis

Þegar fólk glímir við alvarlegt fæðu-óöryggi, þýðir það að viðkomandi hefur engan mat og hefur ekki borðað svo dögum skiptir. Fæðu-óöryggi er því hungur á alvarlegu stigi.

Hvers kyns fæðu-óöryggi er alvarlegt ástand. Jafnvel á hóflegu stigi hefur það í för með sér að fólk verður að fórna grunnþörfum til að verða sér úti um mat. Þetta þýðir oft og tíðum að fólk leggur sér óhollan mat til munns. Líkaminn fær ef til vill nægan fjölda hitaeininga en ekki þýðingarmikil næringarefni. Þetta kann að leiða til offitu og annar tegundar vannæringar.

FAO varar við því að þeir sem verða hungri eða fæðu-óöryggi að bráð á barnsaldri, kunni að vera offeitir síðar á æfinni og glíma við króníska sjúkdóma á borð við sykursýki.

 Hungursneyð

Hungur fæðu-óöryggi Til þess að lýst sé yfir hungursneyð þarf hungur-stig að vera hátt og svæðisbundið. Einungis er hægt að lýsa yfir hungursneyð ef tilteknum skilyrðum um dauðsföll, vannæringu og hungur er fullnægt. Að minnsta kosti 20% heimila þurfa þá að eiga við alvarlegan matarskort; alvarleg vannæring að hrjá 30% íbúanna og dánartíðni að vera meiri en tveir af hverjum tíu þúsund á dag.

En hvað veldur hungursneyð? Að mati Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eru átök helsti drifkrafturinn að baki hungursneyð. Fólk flosnar upp frá heimilum sínum, og missir land og störf með þeim afleðingum að hungrið versnar. Þá leika loftslagsbreytingar sífellt stærra hlutverk. Loftslagsbreytingar valda þurrkum og þar af leiðandi minni uppskeru, sem leiðir til fæðuskorts.

WFP hefur gefið út viðvörun um að 45 milljónir manna rambi á bermi hunursneyðar í 43 ríkjum. Eitt þeirra er Sómalía, en einn mesti þurrkur um áratuga skeið, herjar nú á landið. Talið er að sex milljónir Sómala glími nú við alvarlegt fæðu-óöryggi.

Mælikvarðar um hungur

Hungur fæðu-óöryggi Einn af mælikvörðunum er fæðu-óöryggiskvarðinn (FIES). Hann notar FAO til að meta hvort fæðu-óöryggi sé viðvarandi hjá tilteknum samfélögum. FAO fær talnaefni og upplýsingar með viðtölum við íbúa og getur því metið ástandið. Hægt er að bera saman ástand frá landi til lands eða innan sérhvers ríkis, til þess að ákveða hvaða fólk stríðir mest við fæðu-óöryggi og hvar það er niður komið.

Hvað gera Sameinuðu þjóðirnar?

Neyðarástand : WFP er helsta mannúðarstofnun heims og bjargar mannslífum og breyti til batnaðar. Árið 202 hjálpaði WFP 115.5 milljónum manna í 84 ríkjum. Þetta var mesti fjöldinn frá árinu 2012. Á hverjum degir eru 5600 flutningabílar, 309 skip og nærri 100 flugvélar á ferðinni með matvæli innanborðs ætlað nauðstöddum.

Þróun:  FAO leitast við að uppræta hungur, fæðu-óöryggi og hvers kyns vannæringu. FAO reynir að glæða lífsafkomu þeirra matvælaframleiðenda í smáum stíl og hvetur til að beitt sér sjálfbærum aðferðum. Á meðal afreka FAO er að hafa tekið þátt í að fækka um helming þeirra sem glíma við hungur í Suður-Ameríku og Karíbahafinu, auk þess að setja alþjóðlega staðla til að tryggja allri heimsbyggðinni örugga, góða fæðu.

 Hvernig getur þú hjálpað?

Þú getur látið fé af hendi rakna til WFP. Framlag þitt verður tafarlaust notað til þess að uppræta hungur í heiminum. Fyrst verður fénu varið til matvælakaupa og notað í einum þeirra 80 ríkja, þar sem íbúarnir standa hvað höllustum fæti. Þú getur lagt fram fé hér.

ShareTheMeal heitir app eða snjallforrit á vegum WFP. Með því að leggja fram andvirði um eitt hundrað íslenskra króna (0.70 evru), er keypt máltíð fyrir nauðstaddan einstakling. Þú getur ákveðið hvar þú vilt að fénu sé varið og WFP sér um að útvega máltíðna. Hingað til hafa 151 milljónir máltíða verið keyptar með þessum hætti.

Sjá nánar:

Samantekt UNRIC um fæðuóöryggi hér.

Heimsmarkmið 2 -FAO hér.

Podcöst hér.