Hvað er langtíma COVID?

0
592
Langtíma COVID
Langtíma COVID

Langtíma-COVID. Flestir þeirra sem fá COVID-19 ná sér fullkomlega. Hins vegar benda upplýsingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar til að 10-20% glíma við ýmiss konar afleiðingar til lengri tíma.  Í þeim tilfellum er oft talað um langtíma- eða langvinnan COVID.

„Ef tillit er tekið til þess að milljónir ef ekki milljarðar manna hafa verið útsettir fyrir þessari veiru, þá þýðir það að umtalsvert margir glíma við einhvers konar langtíma-COVID,“ segir Mike Ryan hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Ýmis einkenni

Bólusetningar COVID-19
Mynd: National Cancer Institute/Unsplash

Einkenni langtíma COVID geta verið öndunarerfiðleikar, stöðugur hósti, tap lyktar- og bragðskyns,  þreyta, höfuðverkur, minnistap og skortur á einbeitingu; og kvíði. Getur þetta varað í margar vikur eða jafnvel mánuði.

Mike Ryan nefnir einnig að sumir sjúklingar finnist sem þeir lifi í „þokuástandi, finni til mikillar þreytu og litlu þreki við líkamsæfingar.“

Fólk sem hefur lagst inn á sjúkrahús, verið í öndunarvél eða verið endurlífgað glímir vitaskuld við mikla erfiðleika, jafnt líkamlega sem andlega.

Hve lengi ?

Erfitt er að meta hversu lengi langtíma COVID herjar á sjúklinga. Nýjustu rannsóknir benda til að sjúklingar geti haft einkenni svo vikum og mánuðum skiptir eftir að hafa greinst með COVID.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn Þótt fjöldinn allur af greiningum sé til við fyrsta smiti af COVID-19, er ekki hægt að segja það sama um langtíma COVID. Ekki er því hægt að kveða nákvæmlega upp úr um hvað það er sem veldur langvinnum einkennum hjá sjúklingum. Besta leiðin til að forðast langtíma COVID, er vitaskuld að gera allt til þess að veikjast ekki af veirunni.  Þar á meðal að virða félagslegar takmarkanir og láta bólusetja sig.

„Það hafa allir þjáðst vegna heimsfaraldursins. Mikilvægt er að við séum oipn og fólk fái að tjá tilfinningar sínar,“ segir Ryan.

 Ítarlegri upplýsingar :

Með COVID-19

Kórónaveira

Hvað er Omicron afbrigðið?