Hvað eiga túnfiskur og Tsjérnóbil sameiginlegt?

0
708
tuna

tuna

5.janúar 2017. Það eru vissulega nokkur tengsl á mill túnfiskjar og sjálfbærrar matargerðarlistar en hvað á þetta tvennt sameiginlegt með kjarnorkuslysinu í Tjernóbil og smástirnum á himinhvolfinu?

Svarið er : fjórir nýir alþjóðlegir dagar verða frá og með 2017 helgaðir þessum fjórum málefnum. Það er allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem tekur ákvarðanir um þemadaga af þessu tagi.

Þrjátíu ár voru liðin á síðasta ári frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbil og 8.desember síðastliðinn samþykkti Allsherjarþingið, að tilllögu Hvíta-Rússlands að 26.apríl, afmælisdagur slyssins skyld vera “Alþjóðaminningardagur um Tsjernobil slysið”.

7. desember 2016 samþykkti Allsherjarþingið svo að 2.maí ár hvert skyldi vera Alþjóðatúnfiskdagurinn að tillögu Nauru fyrir hönd smáþróunar-eyríkja á Kyrrahafi   

Bent er á í ályktuninni að meir en 80 ríki stunda túnfiskveiðar og mörg eru mjög háð túnfiski til að tryggja fæðuöryggi og næringu íbúanna, efnahagsþróun, atvinnu og skatttekjur.

Fyrr, eða 23.nóvember hafði Allsherjarþingið samþykkt tillögu Perú og 37 annara aðildarríkja að gera 18.júní að degi Sjálfbærrar matargerðarlistar.
Í ályktuninn er mint á að matargerðarlist sé ein birtingarmynd náttúrulegrar – og menningarlegrar fjölbreytni heimsins.

Fjórði alþjóðadagurinn snýst svo um geiminn því hann er tileinkaður smástirnum. Allsherjarþingið samþykkti  6.desember að 30.júní ár hvert, skuli helgaður þeim í því skyni að vekja fjólk til vitundar um hættuna af árekstrum smástirna við jörð.

Sú dagsetning er valin til að minnast þess þegar loftsteinn sundraðist í örfárra kílómetra hæð yfir Tunguska í Síberíu 30.júní en skóglendi á rúmlega 2 þúsund ferkílómetra svæði var algjörlega flatt út við sprenginguna.   

Sem stendur eru 113 dagar ársin alþjóðlegir dagar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sjá nánar hér.