Hvatt til hærri gjalda á tóbak

0
489

 

wntd-top-story

31.maí 2014. Það þótti fínt að reykja. Humphrey Bogart var svalur árið 1942.

Reykingar hafa lengi verið hluti af alþýðumenningu og er skemmst að minnast vindlareykinga Tony Soprano.
En töffaraímynd reykinga er þó að breytast. Sígarettupakkar eru prýddir viðvörunum. Í sumum löndum eru meira að segja settar á þá ógeðfelldar myndir sem sýna undanbragðalaust hörmungar sem fylgja reykingum, svo sem krabbamein, hjartasjúkdómar, ris-truflanir, mæði..- allt í boði reykinga.

 

Það þykir orðið svalt að vera reyklaus, til marks um heilbrgiði, meðvitund og góða stöðu í lífinu.
Í alþýðumenningu nútímans er það vondi gæinn sem reykir, andhetjan eða dópistinn. Fólk sem er dæmi um okkar verstu hliðar eða gott fólk sem hefur sinn djöful að draga; en ekki lengur hetjan. Til marks um breytta tíma eru ný lög, reykingabönn, hærri skattar og öflugar upplýsingaherferðir. Í bíómyndum eins og í lífinu sjálfu eru viðhorfin að breytast eftir því sem vitneskja okkar um skaðsemi reykinga eykst.
Á alþjóðlega degi tóbaksvarna í ár – reyklausa daginn –  er hvatt til hærri gjalda á tóbak.
Talið er að 6 milljónir látist af völdum tóbaksneyslu á hverju ári, en þar af eru 600 þúsund sem reykja ekki en verða fyrir óbeinum reykingum. Ef ekki verður að gert munu 8 milljónir látast árið 2030. Meir en 80% þeirra sem látast verða í lág- eða meðaltekjuríkjum.

Ímyndin af kúrekanum reykjandi eða svala gaurnum með sígarettum er að breytast, því núna vitum við hvernig fer fyrir reykingafólki.