Hverjir gæta friðarins?

0
451
Peacekeeping main pic 1

 Peacekeeping main pic 1
16.júní 2016. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa verið í sviðsljósinu, en ekki vegna árangurs í starfi heldur afbrota friðargæsluliða.

Fréttir hafa barist af kynferðislegri misnotkun friðargæsluliða í Mið-Afríkulýðveldinu og öðrum ríkjum og hafa sem von er valdið uppnámi og hneykslun í heiminum.

Flestar ásakanirnar upp á síðkastið snerta annars vegar hersveitir frá Búrúndi og Gabon sem voru í Kemo-héraði í Mið-Afríkulýðveldinu frá 2013-2015 og hins vegar svokallaðar Sangaris sveitir Frakka.
En hvernig eru friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðirnar skipaðar?

PeacekeepersHerlið undir fána Sameinuðu þjóðanna gengur undir nafninu ,,Bláu hjálmarnir”. Hersveitir einstakra ríkja taka þátt í verkefnum Sameinuðu þjóðanna, þær eru eftir sem áður innan vébanda sinna herja en vinna tímabundið fyrir SÞ. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki sínar eigin hersveitir.

95 þúsund her- og lögreglumenn starfa nú fyrir Sameinuðu þjóðirnar og koma frá 110 ríkjum. Flestir koma frá Bangladesh, Eþíópíu og Indlandi. Af Norðurlandaþjóðum eru Finnar fjölmennastir með 339 friðargæsluliða, en næstir koma Svíar með 267, Norðmenn 87 og Danir með 46. 2 Íslendingar starfa i fjarvinnu fyrir friðargæsluna.

Peacekeeping small picSameinuðu þjóðirnar geta aðeins sent herlið á vettvang ef fyrir liggur ályktun Öryggisráðs samtakanna sem heimilar slíkt. Öryggisráðið ákveður hversu marga hermenn skal senda en síðan er haft samband við aðildarríki og þau beðin um að útvega herlið. Slíkt getur tekið tíma, stundum hálft ár eftir að samþykkt er gerð. Kofi Annan, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri sagði: ,,Sameinuðu þjóðirnar eru eina slökkvilið í heimi sem þarf að bíða þar til kviknað er í áður en náð er í slökkvibíl.”

En hvað með afbrot sem friðargæsluliðar fremja? Aðildarríkin hafa vald til að beita agavaldi innan sveita sem þær ljá Sameinuðu þjóðunum, en ef slík brot eru staðfest getur aðalframkvæmdastjórinn tekið ákvörðun um að flytja sveitirnar á brott. Við berum ábyrgð á öllum óbreyttum borgurum. Það er hins vegar á ábyrgð aðildarríkjanna að refsa eða sækja til saka hermenn,” segir Atul Khare, framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Peacekeeper DagOg aðalframkvæmdastjórinn Ban Ki-moon bendir á : ,,Sameinuðu þjóðunum ber að veita forystu með því að ganga á undan með góðu fordæmi og takast á við slíka glæpsamleag hegðum, styðja fórnarlömb og tryggja að ,,Bláu hjálmarnir” haldi áfram að vera tákn vonar í augum fólksins sem þeir eiga að þjóna.”

(Greinin birtist fyrst í Norræna fréttabréfi UNRIC maí-júní 2016).