IPCC: hvernig aftengja ber „loftslags-tímasprengju“

0
262
IP
nsplash/Fabian Wiktor

IPCC. Loftslagsbreytingar. Fjölmargar skilvirkar og framkvæmlanlegar lausnir liggja nú þegar fyrir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast lofstlagsbreytingum. Þetta er niðurstaða vísindamanna í nýjustu skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), sem kom út í 20.mars.

„Þessi samantektar-skýrsla undirstrikar hversu bráðnauðsynlegt það er að grípa til metnaðarfyllri aðgerða og sýnir fram á að ef hafist er handa nú þegar, er hægt að tryggja öllum jarðarbúum lífvænlega og sjálfbæra framtíð,“ sagði Hoesung Lee formaður IPCC á blaðamannafundi.

Hitastig á jörðunni hefur hækkað um 1.1 gráðu á Celsius að jafnaði frá því fyrir iðnbyltingu. Róttækra, skjótra og varanlegra aðgerða er þörf á þessum áratug til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í öllum geirum, ef hlýnun á að haldast innan við 1.5 gráðu markið. Losun verður að minnka nú þegar og helmingast fyrir 2030, ef nokkur von á að vera til að ná markinu.

IPCC leggur til „loftslagsþolgóða þróun“ sem lausn. Húin felur í sér samhæfðar aðgerðir til að aðlagast loftslasgsbreytingum með aðgerðum til að draga úr eða komast hjá losun gróðurhúsalofftegunda með ýmsum leiðum sem hafa ýmsar aðrar jákvæðar afleiðingar í för með sér.

Dæmi um þetta er aðgangur að hreinni orku, kolefnissnauð rafvæðing, efling kolefnislausra- eða snauðra samgangna. Efnahagslegur ávinningur af bættu andrúmslofti einn sér muyndi vinna uupp kostnaðinn við að draga úr eða komast hjá losun.

Áætlun um að hraða aðgerðum

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkti skýrslunni við leiðarvísi til að „aftengja loftslagstímasprengju.“

Hann hefur lagt til við G20, hóp þróuðustu hagkerfa heims, að stofnaður verði „Samstöðubandalags í loftslagsmálum.“ Öll þau ríki sem bera ábyrgð á mestri losun myndu beita sér fyrir auknum niðurskurði losunar. Auðug ríki myndu hafa forystu um að útvega fjárhagsleg og tæknileg úrræði til auðvelda þátttöku, þeirra hagkerfa sem eru á mörkum þess að teljast til þróaðra ríkja. Markmiðið væri að tryggja að hitastig í heiminum myndi ekki hækka meira en sem nemur 1.5 gráðu á Celsius miðað við iðnbylginu.

Guterres tilkynnti að hann myndi kynna áætlun sem fæli í sér að þróuð ríki myndu ná netto-núll losun eins nærri 2040 og unnt er og þrúnarríki eins nærri 2050 og hægt er.