Ísjakar Ólafs: áþreifanlegar loftslagsbreytingar

0
443
Olafur1

Olafur1

8.desember 2015. Listaverk Ólafs Elíassonar hefur vakið mikla athygli í París, þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP21, stendur yfir.

80 tonnum af ísjökum frá Grænlandi hefur verið komið fyrir á Panthéon torgi í París og mynda þeir vísana á klukku. Ísjakarnir eru listaverk eftir Olafur5íslensk-danska listamanninn Ólaf Elíasson og grænlenska jarðfræðiprófessorinn Minik Rosing við Kaupmannahafnarháskóla. Þeim var komið fyrir 3.desember og bráðna nú hægt og rólega í Latínuhverfinu í París á meðan Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP21 stendur yfir.

Olafur3Jakarnir voru fluttir frá firði rétt fyrir utan Nuuk, höfuðstað Grænlands til Parísar. Tilgangurinn er almenningur geti séð og fundið fyrir loftslagsbreytingum á áþreifanlegan hátt.

„Við skulum grípa þetta einstaka tækifærir, við – heimurinn- getum og verðum að grípa til aðgerða nú. Við verðum að umbreyta þekkingu á loftslaginu í aðgerðir í þágu loftslagsins,“ segir Ólafur Elíasson. „Listin getur breytt skynjun okkar og heildarsýn á heiminum og Ice Watch er ætlað að gera loftslagsbreytingar áþreifanlegar. Ég vona að verkið geti orðið mönnum innblástur til að takast á hendur sameiginlegar skuldbindingar og grípa til loftslagsaðgerða.“

Ice Watch er hluti af frumkvæði sem kallað er Artists4Paris Climate í tengslum við COP21.

„Mér er í fersku minni frá heimsókn minni til Norðurheimskautsins á síðasta ári, hversu ógnvekjandi olafur2það var að heyra og sjá ísjaka bresta og brotna frá íshellunni“, segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka og forseti COP21. „Norðurskautið hefur verið að senda okkur neyðarkall sem við getum ekki skellt skolleyrum við lengur. Alþjóðasamfélagið verður að heyra og bregðast við því.“