Íslamska ríkið: Stríðsglæpir og þjóðarmorð

0
495
European Commission DG ECHO

European Commission DG ECHO

19.mars 2015. Hið svokallaða Íslamska ríki í Írak og Austurlöndum nær kann að hafa gert sig sekt um brot við alþjóðalögum með því að fremja glæpi sem kunna að falla undir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð.

Þetta er niðurstaða skýrslu sem Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna gaf út í dag.

Að skýrslunni vann rannsóknarteymi sem Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna sendi á vettvang á síðasta ári, og byggir á viðtölum við meir en hundrað manns sem urðu vitni að eða lifðu af árásir í Írak frá júní 2014 til febrúar 2015. Þar má finna dæmi um brot af hálfu Íslamska ríkisins gegn mörgum þjóðarbrotum og trúarhópum í Írak og kunna sum að fela í sér tilraun til þjóðarmorðs.

Einnig eru rakin í skýrslunni dæmi um manndráp, pyntingar og mannrán sem íraskar öryggissveitir og vígasveitir hliðhollar stjórnvöldum eru sakaðar um að hafa framið.

Í skýrslunni eru rakin dæmi um afbrot sem Íslamska ríkið er sakað um að hafa framið og má nefna manndráp, pyntingar, nauðganir og kynferðislega þrælkun, þvinguð trúskipti og notkun barna í hernaði. Sumt af þessu kann að fela í sér glæpi gegn mannkyninu og /eða stríðsglæpi

Mynd: Michael Swan/Flicker Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0)