Home Fréttir Ísland: 150 milljónir til loftslagsaðgerða

Ísland: 150 milljónir til loftslagsaðgerða

0
649
Mynd: NOAA/Unsplash

 Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hefur borist 150 milljóna króna framlag frá Íslandi til að styrkja loftslagsaðgerðir í þróunarríkjum. Utanríkisráðherra segir framlaginu ætlað að koma til móts við óskir þróunarríkja.

Mynd: Karsten Wurth Karsten/Unsplash

„Við fögnum heilshugar stuðningi Íslands sem gengur nú til liðs við næsta lið áætlunar okkar Loftslagsloforð (Climate Promise),“ segir Achim Steiner forstjóri UNDP. „Með henni er samfélögum í framlínu loftslagsaðgerða komið til hjálpar við að bregðast við og aðlagast þessari vá sem verður sífellt ógnvænlegri.“

Ísland bætist í hóp Þýskalands, Svíþjóðar, Belgíu, Spánar, Ítalíu og Evrópusambandsins sem aðili að Loftslagsloforðinu.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við undirritun samnings um framlagið að loftslagsbreytingar væru alheimsógn sem ríki heims þyrftu að takast á við í sameiningu. „Ísland svarar kalli þróunarríkja, sem létu síðast í sér heyra á COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, með þ

Mynd: NOAA/Unsplash

ví að auka umtalsvert framlög sin til loftslagsmála. Loftslagsloforð UNDP er þýðingarmikil áætlun. Við hlökkum til samstarfsins.“

Skilgreining landsmarkmiða

Hér er á ferðinni umfangsmikið loftslags- og þróunarátak. Því er ætlað að styðja ríki við að hrinda í framkvæmd landsmarkmiðum (NDCs) samkvæmt Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Ásamt samstarfsaðilum styður þetta átak 120 ríki eða 80% allra þróunarríkja við að skilgreina landsmarkmið sín. Nú þegar hafa 89 ríki skilað landsmarkmiðum til Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC).

Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna kynnti UNDP næsta skref í Loftslagsloforðsins, frá fyrirheiti til áhrifa. Því er ætlað að breyta landsmarkmiðunum í áþreifanlegar aðgerðir í að minnsta kosti 100 ríkjum. 

 „Að mörgu leyti eru landsmarkmið fjárfestingaáætlun hvers ríkis til að kljást við loftslagshamfarirnar,“ segir Steiner. „Þau eru líka tæki til að þoka áfram sjálfbærri þróun. Með þeim eru innlendar loftslagslausnir virkjaðar og árangri hraðað til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.“

 Nánari upplýsingar má finna hér climatepromise.undp.org.