Ísland er 14.stærsti bakhjarl UNHCR miðað við höfðatölu

0
700
UNHCR Ísland
Aðstoð til flóttamanna

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vekur athygli á auknum fjárframlögum Íslands til stofnunarinnar undanfarin ár á heimasíðu sinni.

„Ísland er áreiðanlegt gjafaland og samstarfsaðili UNHCR. Árið 2020 jók Ísland fjárframlög sín til UNHCR og námu þau þá 1.3 milljónum Bandaríkjadala. Ísland er í 14.sæti yfir framlög ríkja miðað við höfðatölu,” segir í kynningu á samstarfi Íslands og Flóttamannahjálparinnar.  Á núverandi gengi er upphæðin rúmlega 175 milljónir króna.

Auk almennra framlaga til stofnunarinnar, fer stærstur hluti stuðnings Íslands til flóttamanna í Sýrlandi, Grikklandi og Sahelsvæðinu, auk framlags vegna kórónaveirunnar.

Hjálparstarfsmenn loftslagsbreytingar
Mynd: OCHA

Helstu staðreyndir um Ísland sem gjafaland:

  • Árið 2020 var rúmlega 50% framlaga Íslands óeyrnamerkt.
  • Ísland veitti Grikklandi skyndi-aðstoð eftir að eldur braust út í Moria skráningar-og auðkenningarrmiðstöðinni.
  • Ísland veitti UNHCR einnig neyðaraðstoð vegna kórónaveirufaraldursins og fé til Sahel-svæðisins.
  • Ísland tilkynnti um 205.000 dollara framlag til að fjármagna beiðni UNHCR um aðstoð við flóttamenn í heiminum á Alþjóðlega flóttamannaþinginu í apríl 2020.
  • Nánari upplýsingar um fjármögnun Íslands, Norðurlanda og Eystrasaltsríkja má nálgast með því að fylgjast með UNHCR á Twitter.

Markmið Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er að tryggja að allir sem flúið hafa átök, ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu, hafi rétt til að leita hælis og finna öruggt skjól.

Nánari upplýsingar má finna á yfirlitssíðum UNCHR,