Ísland náði ekki kjöri í öryggisráðið

0
496

  Austurríki, Japan, Mexíkó, Tyrkland og Úganda voru kosin í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til tveggja ára í atkvæðagreiðslu á Allsherjarþinginu.

Sendinefnd Austurríkis fagnar sigri.

Þrjár þjóðir kepptu um tvö laus sæti Vestur-Evrópuhópsins, Ísland, Austurríki og Tyrkland.  Tyrkland hlaut í fyrstu umferð 151 atkvæði, Austurríki 133 og Ísland 87.

Úganda og Mexíkó fengu þorra atkvæða enda engin mótframboð í Asíu og Suður-Ameríku ríkjahópunum. Japanir báru hins vegar sigurorð af Írönum í Asíu-hópnum, Japan fékk 158 atkvæði en Íran 32. 

 

Ríkin fimm koma í stað Belgíu, Indónesíu, Ítalíu, Panama og Suður-Afríku. Burkina Faso, Kosta Ríka, Króatía, Lýbía og Víetnam eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu. Fimm ríki eiga svo fast sæti í ráðinu Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland.