Ísland og Noregur aðstoða Malaví

0
331
Malaví
Mynd: Gunnar Salvarsson/Utanríkisráðuneytið

 Þróunarsamvinna. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur fagnað rúmlega fjögurra milljón dollara aðstoð ríkisstjórna Íslands og Noregs til stuðnings Malaví-búum. Þúsundir manna í landinu berjast við hungur á þeim árstíma þegar erfiðast er að verða sér úti um matvæli.

Norðmenn leggja til 3.6 milljón dala en Íslendingar hálfa milljón. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) segir að þetta framlag sé mikilvægt mannúðarátak, en 270 þúsund manns fá reiðufé til að kaupa mat. Smábændur eiga um sárt að binda vegna áhrifa loftslagsbreytinga og hækkandi matarverðs.

Fremst í víglínu loftslagskreppu

Malaví aðstoð
Mynd: WFP

„Við fögnum einbeittum aðgerðum Noregs og Ísland til að tryggja fæðuöryggi þeirra saem minnst mega sína á þessum erfiða árstima,“ Paul Turnbull, landstjóri WFP í Malaví. „Núi þegar leiðtogar heimsins og sérfræðingar hittast á COP27 í Egyptalandi, er ástæða til að vekja brýna þörf samfélaga sem eru fremst í víglínu loftslagskreppunnar og fjárfesta í varanlegum lausnum.“

Talið er að 3.8 milljónir manna glími við bráða-fæðuóöryggi og þurfi mataraðstoð frá október í ár til mars 2023. Þettaer 130% aukning frá sama tíma á síðasta ári.

Malaví hefur orðið hart úti í matvælakreppunni. Þar hafa hækkandi matar, orku og áburðarverð að hluta vegna átakanna í Úkraínu, bæst ofan á eyðileggingu af völdum náttúruhamfara.

„Noregur ítrekar skuldbindingar sínar til að auka fæðuöryggi og þolgæði Malaví,“ segir Marie Mikelsen sendiherra Noregs í Malaví.

Stuðningur við skólamáltíðir frá 2014

Beðið eftir matnum Nemendur við Kankhande-skólann í Malaví biðu á föstudag eftir fyrstu heimaræktuðu skólamáltíðinni, maísgraut og mangói.
Beðið eftir matnum Nemendur við Kankhande-skólann í Malaví biðu á föstudag eftir fyrstu heimaræktuðu skólamáltíðinni, maísgraut og mangói. Mynd/ Gunnar Salvarsson/Utanríkisráðuneytið

„Ísland er staðráðið í að styðja Malavíbúa sem glíma við hungur,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, yfiraður sendiráðs Íslands í Malaví.

Noregur styrkir fjárhagslega skólamáltíða verkefni WFP sem byggir á heimaræktun. Einnig 40 milljón dollara samstarfsverkefni WFP, UNICEF (Barnahjálpar SÞ) og UNFPA (Mannfjöldastofnunar SÞ) í þágu menntunar stúlkna.  

Ísland hefur frá 2013 stutt skólamáltíðaverkefni WFP í Mangochi. Þá hefur Ísland einnig stutt WFP í COVID-19 viðbrögðum og stutt fórnarlömb flóða í Chikwawa héraði fyrr á árinu.

Sjá nánar hér.