Gunnhildur barðist gegn ebólu í V-Afríku

0
416

 Gunnhildur resized

Október 2014. Ebóla veiran hefur kostað fjögur þúsund og fimm hundruð manns lífið í Vestur-Afríku á undanförnum mánuðum og er þetta skæðasti faraldur sem um getur frá því hún var uppgötvuð.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, (WHO) hefur varað við því að búast megi við 20 þúsund nýjum tilfellum í nóvember, ef aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslunni, verða ekki efldar.
Gunnhildur ArnadottirGunnhildur Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur var að störfum í þrjá mánuði í Sierra Leone og Gíneu sem hafa orðið einna harðast úti í ebóla-farldrinum. Norræna fréttabréf UNRIC ræddi við hana um reynslu hennar af því að berjast við þennan vágest og til hvaða aðgerða þarf að grípa.

Ebólan hefur valdið mestum usla í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone en um 9 þúsund hafa sýkst af veirunni sem talin er draga um 70% sýktra til dauða. WHO lýsti yfir„alþjóðlegu neyðarástandi” vegna ebólunnar í ágúst. Hvatti Alþjóða heilbrigðismálastofnunin til aðgerða á heimsvísu til að mæta vandanum sem hefur banað fólki, komið heilsugæslu í uppnám og stofnað efnahagslegum og félagslegum framförum í hættu. 

Gunnhildur er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur reynslu af starfi á átakasvæðum á borð við Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu. Gunnhildur sem er þrítug að aldri ákvað að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við ebóluna og starfaði á vettvangi á vegum Lækna án landamæra í Noregi frá maí til júlí. 

427 heilbrigðisstarfsmenn hafa sýkst og 236 látist af völdum ebólunnar. Gunnhildur segist samt ekki hafa verið óttaslegin.

Ég hef alltaf sóttst eftir störfum við mannúðaraðstoð og þróun; þar kemur kunnátta mín og menntun að 

Ebola corpses Flickr European Commissionbestum notum. Mér fannst mér bera skylda til að koma til aðstoðar.”

Þótt unnið hafi verið nánast allan sólarhringinn segir hún að starfsandinn hafi verið góður. “Allir voru mjög mótíveraðir. En auðvitað var einkennilegt að geta ekki faðmað hvort annað eða klappað á bakið.” 

Óttaðist þú að sýkjast af veirunni?

„Nei, í rauninni ekki. Eins undarlegt og það kann að hljóma fannst mér ég eiginlega öruggust þar sem meðferðin fór fram.! Í sjúkraskýlunum er maður stöðugt meðvitaður um áhættuna og er minntur stöðugt á til hvaða varúðarráðstafana þarf að grípa. Ég var hræddari þegar ég var á ferð í bæjum eða á mörkuðum, en þó aldrei svo skelkuð að það jaðraði við paranoju.”

Baráttan við faraldurinn

Útbreiðsla ebólunnar “hefur yfirhöndina” í glímunni við varnaraðgerðir og aðildarríki verða að auka viðleitni sína til að stöðva faraldurinn.” Sá sem talar svo tæpitungulaust er Anthony Banbury, yfirmaður nýstofnaðrar sendisveitar Sameinuðu þjóðanna (UNMEER) til að bregðast við neyðarástandinu. Hann lét þessi orð falla þegar hann gaf Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu 18.október.

Alþjóðasamfélagið liggur undir ámæli fyrir að bregðast of hægt við útbreiðslu veirunnar. Enn hefur Sameinuðu þjóðunum og stofnunum þeirra ekki tekist að afla nægjanlegra framlaga til að fjármagna nauðsynleg viðbrögð.

Mér þykir leiðinlegt að segja það en pólítísk viðhorf, virðast ráða ferðinni,” segir Gunnhildur um alþjóðleg viðbrögð við ebólunni. 

Ebola stop ebola.Credit WHOEftir starf hennar á vettvangi í Vestur-Afríku hefur hún afdráttarlausar skoðanir á því sem þarf að gera.

Í fyrsta lagi þurfum við fleira starfsfólk á vettvangi. Við þurfum skilvirka stjórn og samræmingu aðgerða, bæði hvað varðar sjálfa stjórn lækninga og meðferð jarðneska leyfa hinna látnu. Við þurfum að geta rakið við hverja hinir sýktu hafa komist í hættulega snertingu og leita upp tilfelli á virkan hátt. Þessu hefur verið ábatavant fram á þennan dag.”

Hún bætir fljótt við : „Það er nauðsynlegt að virkja rannsóknir og efla þróun nýrra bólusetningarlyfja svo þau standi fólki  í öllum þessum heimshluta til boða. Þetta krefst nýjunga, pólitísks kjarks og mikils fjár – en þetta eru skref sem stíga verður, ef við ætlum okkur að stöðva faraldurinn segir Gunnhildur ákveðin. 

Að fara heim
Gunnhildur var uppgefin eftir þrjá annasama mánuði og hélt heim frá Sierra Leone í júlí, Heimkoman var ljúfsár.

Ég var að þrotum komin en döpur yfir að fara. Ég vildi leggja svo miklu meira af mörkum, en ég gat ekki meir í bili. Eftir heimkomuna þjáðist ég um stund af vondri samvisku yfir því að vera ekki til staðar og gera ekki meir.” 

Þegar hún lítur yfir farinn veg eru það munaðarleysingjar ebólunnar sem eru minnisstæðastir – þeim er ekki hægt að gleyma. UNICEF telur að 3,700 börn séu munaðarlaus á svæðinu en misnáskyldir ættingjar hafa tekið 600 að sér. UNICEF Guinea

Lítil stelpa, 20 mánaða gömul kom til okkar til lækninga en öll fjölskylda hennar lest af völdum ebólunnar. Hún hafði það af, en hún var ein í heiminum þegar hún var útskrifuð. Allir aðrir voru farnir. Hvað skyldi verða um þessi börn? „

Auk starfa sinna hjá Læknum án landamæra hefur Gunnhildur heim komin lagt Alþjóðasamtökum félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans lið við að undirbúa starfsfólk fyrir störf í Líberíu, Gíneu og Sierra Leone. Aðspurð um hvort hún sé reiðubúin til að snúa aftur til Vestur-Afríku til að berjast við ebóluna, svarar hún eftir umhugsun.

Já, ég vil gera það, þegar ég tel mig vera andlega og tilfinningalega tilbúna til þess að snúa aftur.”