Ísrael sakað um „kynþáttaaðskilnað“

0
505
Múr í Betlehem í Palestínu. Hvatt til húmusgerðar í stað múrbygginga.
Múr í Betlehem í Palestínu. Hvatt til húmusgerðar í stað múrbygginga. Mynd : LevarTravel/Unsplash.

Mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sakar Ísrael um að stunda apartheid eða kynþáttaaðskilnað gagnvart Palestínumönnum á herteknu svæðunum á fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Sérfræðingurinn er sérstakur erindreki um mannréttindi á herteknum svæðum Palestínumanna síðan 1967. Erindrekinnn, Michael Lynk, frá Kanada, hvatti alþjóða samfélagið til að samþykkja niðurstöður nýjustu skýrslu sinnar. Þar kemur fram að Ísrael stundi kynþáttaaðskilnað.

Michael Lynk sérstakur erindreki Mannréttindráðs Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi.
Michael Lynk sérstakur erindreki Mannréttindráðs Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi. Mynd: UN Photo/ Kim Houghton

„Tvöfalt lagalegt og pólitískt kerfi er nú við lýði á þeim svæðum sem Ísrael hefur hersetið frá árinu 1967,“ sagði Lynk. „Þar er fólki mismunað og taumur 700 þúsund ísraelskra landnema í Austur-Jerúsalem og vesturbakkanum dreginn.“

„Fólkið býr á sama svæði, en það er aðskilið með múrum, vegatálmum, vegakerfi og víggirðingum hersins. Þrjár milljónir Palestínumanna eru réttlausar, búa við kúgun og kerfislæga mismunun.“

“Aðrar tvær milljónir Palestínumanna búa á Gasa, sem oft er líkt við fangelsi undir berum himnir. Þar er auðgangur að orku, vatni og heilbrigðisþjónustu ófullnægjandi, hagkerfið að hruni komið. Íbúarnir hafa ekkert ferðafrelsi og geta hvorki farið til annara hluta Palestínu eða annara rikja.“

Betlehem  í Palestínu. Make hummur not walls
Betleheim á herteknu svæðunum. Mynd: Jorge Fernandez Salas/Unsplash

Sérstaki erindrekinn sagði að Ísraelsríki tæki af ásettu ráði einn hóp íbúa fram yfir annan og mismunaði þeim pólitískt, lagalega og félagslega á grundvelli kynþætti, uppruna og þjóðerni. Slíkt athæfi félli undir alþjóðlega lagalega skilgreiningu á apartheid, kynþáttaaðskilnaðarstefnu.

“Apartheid er því miður ekki fyrirbæri sem á eingöngu heima í sagnfræðiritum um suðurhluta Afríku,“ skrifaði Lynk í skýrslu sinni til Mannréttindaráðsins. „Rómarsáttmálinn um Alþjóðlega glæpadómstólinn…leggur bann við kynþáttaaðskilnaðarstefnu sem glæp gegn mannkyninu.“