Friðargæsla jafndýr á ári og herir í 2 daga

0
808

One day of world

Maí 2014.  Nú þegar þess er minnst í ár að öld er liðin frá upphafi fyrri Heimstyrjaldarinnar, éta hernaðarútgjöld enn upp stóran hluta af fjárlögum ríkja um allan heim – og það á tímum efnahagskreppu.

 Slíkt hið sama verður með engu móti sagt um friðarviðleitni í heiminum. Á hverjum degi er nærri 4.8 milljörðum Bandaríkjadala eytt í vígbúnað en á sama tíma er kostnaður við Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna 8 milljarðar dala á ári. Með öðrum orðum er eytt jafngildi árlegum útgjöldum friðargæslunnar á hverjum fjörutíu tímum eða innan við tveimur sólarhringum.
Vitaskuld er friðargæsla aðeins hluti af starfi Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar og síst skyldi gert lítið úr diplómatískri miðlun mála og friðaruppbyggingu. En þá fyrst sést hve hógvær orð framkvæmdastjórans eru, þegar í ljós kemur að í heiminum er eytt jafnmiklu í heri, vopn og vítisvélar á hálfum degi og það kostar að starfrækja Sameinuðu þjóðirnar á heilu ári. Dagleg útgjöld við vígbúnað eru jafngildi tveggja ára starfs alheimssamtakanna.

“Það er erfitt að útskýra þessi háu hernaðarútgjöld nú þegar Kalda stríðinu er lokið og fjármálakreppa ríkir í heiminum,” skrifaði Ban Ki-moon nýlega í blaðagrein.
“Sérstaklega er ástæða til að skera verulega niður kjarnorkuvopn.”
Á síðasta fundi Afvopnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem lauk 25.apríl lýsti Angela Kane, afvopnunarstjóri samtakanna “harmi og vonbrigðum”yfir því að ekki tókst samkomulag um lokaniðurstöðu.

Margir “afvopnnarferlar” eru virkir hjá Sameinuðu þjóðunum og hafa verið lengi. Afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst nú um miðjan maí í Genf – og haldið ykkur fast – “Þriðja lota fundar Undirbúningsnefndar fyrir Endurskoðunuarráðstefnu aðildarríkja Sáttmálans un stöðvun útbreiðslu kjarnorkuvopna, árið 2015,” – er nýhafin.

Miðað við stöðuna í samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa þessa stundin má búast við því að það verði á brattann að sækja að ná árangri um kjarnorkuvopn, þessa stundina.
Það ríkir þó síður en svo botnlaust þunglyndi í afvopnunarmálum hjá Sameinuðu þjóðunum. Embættismenn gleðjast yfir því að á síðasta ári tókst langþráð samkomulag um Vopnaviðskiptasamning. 14.apríl síðastliðinn gekkst Alþjóða friðarskrifstofan, the International Peace Bureau, í fjórða skipti fyrir Alþjóðlegum aðgerðadegi gegn hernaðarútgjöldum. Michael Møller, hinn danski yfirmaður höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í Genf benti í ræðu við það tækifæri á mikilvægi 26.greinar Stofnsáttmála samtakanna en þar er Öryggisráðinu falið „að stuðla að því að koma á fót og varðveita heimsfrið og öryggi, þannig að sem minnst af mannafla og fjárhaglsegri orku heimsins fari í framleiðslu hergagna“.

“Í augum Sameinuðu þjóðanna felur Vopnaviðskiptasamningurinn í sér von um að dregið verði úr átökum og vopnuðu ofbeldi sem milljónir óbreyttra borgara líða fyrir á hverju ári. Hann getur skapað greitt leiðina til þess að Sameinuðu þjóðirnar geti sinnt hlutverki sínu við friðargæslu, að koma á friði og byggja upp að loknum átökum, að ógleymdum Þúsaldarmarkmiðunum um þróun,“ sagði Möller. Hann benti á að aðeins 7% af árlegum kostnaði við vígbúnað dygði til að ná Þúsaldarmarkmiðunum.

Staðreyndirnar tala sínu máli um að það þarf að lyfta grettistaki. Hernaðarútgjöld í heiminum námu 1.75 billjón Bandaríkjadala árið 2013 og höfðu þau þó minnkað um 1.9% frá árinu áður, að því er fram kemur í útreikningum frá SIPRI, Sænsku friðarrannsóknastofnuninni frá 14.apríl 2014. Þessi lækkun útgjalda stafar að langmestu leyti af 7.8% niðurskurði útgjalda Bandaríkjahers að loknu Íraksstríðinu. Ef Bandaríkin eru undanskilin, ukust útgjöld til vígbúnaðar um 1.8%. Aukningin í Afríku var 8.3%, Miðausturlöndum um 4% og í Asíu um 3.6%. Sú aukning á að mestu rætur að rekja til Kína en hernaðarútgjöld hafa hækkað um 170% á einum áratgu. Aukningin í ár er 12.2%.
Þessi aukning er dapurleg ekki síst í ljósi þess að upphæðirnar sem um er að ræða kostnaður við þróunarstarf er aðeins brotabrot af vígbúnaðarkostnaði. Talið er að kostnaður við vopnuð átök í Afríku hafi verið jafn mikill og öll þróunaraðstoð við álfuna á árunum 1990 til 2007 eða 300 milljarðar Bandaríkjadala. Árlegur kostnaður við slík átök kostar Afríku um 18 milljarða dala á ári og efnahagur stríðshrjáðra ríkja dregst saman um 15% á ári.
Kaupa mætti 427 tonn af mat fyrir þann kostnað sem hlýst af kjarnorkuvopnabúri heimsins á einni mínútu. Kaupa mætti tvær milljónir moskítóneta fyrri einn skriðdreka, byggja 4,600 skólastofur fyrir eina herþotu og grafa 38 þúsund brunna fyrir eitt beitiskip.

Í hnotskurn:
Hernaðarútgjöld heimsins 2013
1.75 billjón dala
2.5% of þjóðarframleiðslu heimsins
12-föld öll opinber þróunaraðstoð. 

Ýtarefni:
UNRIC Library Backgrounder: Disarmament: http://www.unric.org/en/unric-library/29029
Vefsíða Afvopnunarskrifstofu UNODA (The United Nations Office for Disarmament Affairs): http://www.un.org/disarmament/