Jafnrétti kynjanna náð eftir 300 ár

0
430
Jafnrétti
Mynd: Sandy Millar/Unsplash

Ef svo fer fram sem horfir tekur það tæpar þrjár aldir að ná jafnrétti kynjanna að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Jafnrétti er eitt sautján Heimsmarkmiða um sjálfæbra þróun sem ber að ná fyrir 2030. Í skýrslu Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (DESA) segir að bilið milli stöðu karla og kvenna hafi aukist á undanförnum árum vegna hnattrænna kreppna. Auk COVID-19 heimsfaraldursins hafi vopnuð átök og loftslagsbreytingar haft áhrif til hins verra auk afturkipps í baráttu fyrir kynferðis -og frjósemisréttindum kvenna.  Af þessum sökum munu ríki heims trauðla ná heimsmarkmiðunum að þessu leyti fyrir 2030 og raunar þurfi að bíða í 286 eftir jafnrétti.

Snúa við þróuninni

Jafnrétti
Sima Sami Bahous forstjóri Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women.

„Við erum á vatnaskilum hvað varðar réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna, nú þegar við erum nálægt því að vera hálfnuð á leiðinni til 2030,“ segir Sima Bahous, forstjóri UN Women.

„Það er þýðingar mikið að við fylkjum liði og fjárfestum í konum og stúlkum til þess að endurheimta árangur og hraða honum. Tölfræðin sýnir óneitanlega afturför og alþjóðleg kreppa hefur gert illt verra þegar tekjur, öryggi, menntun og heilbrigði er annars vegar. Því lengur sem við bíðum því meira mun það kosta okkur.“