Jan Egeland skipaður sérstakur ráðgjafi Ban Ki-moon

0
450

14. mars 22007  Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipaði í dag Jan Egeland sérstakan ráðgjafa sinn. Sagðist hann vilja færa sér í nyt aldarfjórðungs rynslu Norðmannsins af friðarviðræðum og mannúðaraðstoð. 

 

“Reynsla Egelands er framkvæmdastjóranum mikilvæg í því að hindra að átök brjótist út og í að leysa deilur”, sagði Michele Montas, talskona Bans.

Egeland mun starfa náið með Stjórnmáladeild SÞ (Department of Political Affairs (DPA))að því að efla friðarviðleitni samtakanna.

Eitt af verkefnum hans í ráðgjafastarfinu verður að stýra ráðgjafasveit sem Stjórnmáladeildin er að koma á fót í því skyni að efla stuðning við friðarumleitanir. Verður þess ráðgjafasveit til reiðu með skömmum fyrirvara til að efla friðarumleitanir um allan heim.

Egeland var aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ á sviði mannúðarmála og stýrði samhæfingu neyðaraðstoðar frá 2003 tili 2006. Egeland var yfirmaður norska Rauða krossins og  gegndi einnig lykilhlutverki í að svokallaðir Oslóarsamningar náðust á milli Ísraels og Palestínumanna. Þá stýrði hann sáttaumleitunum Norðmanna fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna sem leiddu til vopnahlés á milli skæruliða og stjórnvalda í . Samningur á milli þeirra var undirritaður í Osló 1996. Egeland var sérstakur ráðgjafi Kofi Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra SÞ í málefnum Kólombíu frá 1999 til 2002.