Jarðarbúar verða 8 milljarðar í ár

0
578
Maldive-eyjar. Mannföldadagurinn.
Maldives-eyjar. Mannföldadagurinn. Mynd:Ishan @seefromthesky/Unsplash

 Mannkyninu hefur fjölgað um milljarð á aðeins ellefu árum. Jarðarbúar verða 8 milljarðar á þessu ári en 7 milljarða-múrinn var rofinn 2011.

„Að íbúafjöldinn nái átta milljörðum eru tölfræðileg vatnaskil, en við þurfum hins vegar alltaf að beina sjónum okkar að fólkinu að baki tölunni,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af því að 11.júlí er Alþjóðlegi mannfjöldadagurinn.

„Í þeim heimi sem við erum að reyna að byggja upp þýða 8 milljarðar manna 8 milljarða tækifæria til lifa virðingarverðu og innihaldsríku líf.“

Miklar framfarir

Þegar litið er á þessa háu tölu mun sumum efst í huga að lofa þær framfarir í heilbrigði sem hafa aukið lífslíkur, dregið úr mæðra- og barnadauða, að ekki sé minnst á þróun bóluefna á methraða. Aðrir leggja áherslu á tæknilegar nýjungar sem hafa auðveldað okkur lífið og tengt okkur betur saman en nokkru sinni fyrr. Enn aðrir munu benda á framfarir í að auka jafnrétti kynjanna.

Mannfjöldadagur
Mynd: UNDP

En framfarir eru ekki almennar, og ójöfnuður þrífst víða. Sömu áhyggjuefni og vandamál sem bent var á fyrir 11 árum eru enn til staðar eða hafa jafnvel versnað. Þar á meðal má nefna loftslagsbreytingar, ofbeldi og mismunun.

Skelfilegt met var sleið í maí síðastliðnum, en þá náði tala þeirra sem flosnað hafa upp frá heimilum sínum og lagt á flótta 100 milljónum.

8 milljarðar tækifæra

Í fullkomnum heimi þýddu 8 milljarðar manna 8 milljarða tækifæra fyrir heilbrigðari samfélög, með réttindi og val að vopni. En allir sitja ekki við sama borð. Allt of margir eru útsettir fyrir mismunun, harðræði og ofbeldi sökum kyns, uppruna, stéttar, trúarbragða, kynhneigðar eða fötlunar, svo eitthvað sé nefnt.

Mannfjöldadagurinn
Chandni Chowk, Nýju Dehli. Mynd: Ravi Sharma/Unsplash

Enginn ætti að láta ógnvænlegar fyrirsagnir slá sig út af laginu. Okkur ber að halda fast í fyrirætlanir um að fjárfesta í mannlegu og líkamlegu auðmagni í þágu opinna, framleiðinna samfélaga, þar sem mannréttindi og frjósemisréttindi eru virt.

Slíkt er forsenda þess að við getum tekist á sigursælan hátt á við hinn mikla vanda sem plánetan stendur frammi fyrir. Með þessu móti getum við búið til heim þar sem heilbrigði, virðing og mentun eru réttindi og raunveruleiki, ekki forréttindi og svikin loforð. Í heimi átta milljarða manna verður alltaf að vera rúm fyrir tækifæri.

Vissir þú að?

  • Frá miðri 20.öld hefur verið fordæmalaus mannfjölgun. Fjöldi jarðarbúa þrefaldaðist frá 1959 til 2020.
  • Mannfölgunin var mest frá 1965 til 1980 þegar hún var að meðaltali 2.1% á ári.
  • Frá 2000 til 2020 fjölgaði mannkyninu að meðaltali um 1.2% á ári. Hins vegar fjölgaði íbúum í 48 ríkjum um að minnsta kosti tvisvar sinnum meira. Þar á meðal voru 33 ríki og svæði í Afríku og 12 í Asíu.
  • Lífslíkur fullorðinna í þróuðum ríkjum hafa aukist frá miðri 20.öld. Fjöldi fólks sem nær 100 ára aldri hefur aldreir verið meiri.

Heimild:  UN DESA