Jarðskálftinn á Haítí: í fimm daga undir rústum

0
806
Haítí Jens Kristensen bjargað úr rústum
Jens Kristensen bjargað úr rústum höfuðstöðva SÞ í Port-au-Prince eftir jarðskjálftann á Haítí 2010.

FÓLKIÐ HJÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM: SVIPMYND AF NORÐURLANDABÚA. Fyrir tíu árum var Daninn Jens Kristensen við vinnu sína á skrifstofu Sameinuðu þjóðannna í Port-au-Prince höfuðborg Haítí þegar jarðskjálfti reið yfir. Þetta reyndust vera einar mannskæðustu náttúruhamfarar sögunnar. Jarðskjálftinn mældist 7.0 á Richter-kvarða. Meir en 220 Haítíbúar týndu lífi og innviðir eyjarinnar urðu eyðilegingu að bráð með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda manna voru á vergangi. 

Klukkuna vantaði sjö mínútúr í fimm síðdegis 12. janúar 2010.  Jens Kristensen hélt fyrst að rekja mætti titring sem hann fann fyrir til þess að trukkur hefði ekið um götuna en þegar hann áttaði sig á að skrifstofan var við hliðargötu rann upp fyrir honum að þetta væri eitthvað annað og meira.

Hann var á þriðju hæð og gat ekki forðað sér í snatri út úr byggingunni. Á endanum leitaði hann skjóls undir skrifborði.

„Örskömmu eftir að ég skreið undir borðið heyrðist mikill hvellur og næsta sem ég man var að ég lá á bakinu í niðamyrkri og dauðaþögn. Höfuð og axlir voru lausar og fjögurra til fimm sentimetra pláss fyrir ofan nefið á mér. Helmingur líkamans var undir borðinu og hinn helmingurinn stóð undan því,“ sagði Jens Kristensen í samtali við vefsíðu UNRIC.

Fastur í fimm daga

Jens Kristensen
2 dögum eftir að Jens Kristensen var losaður úr rústunum tók hann til hendinni í björgunarstarfi.

Veggirnir hrundu og Jens missti meðvitund. Hann vissi því ekki að byggingin hafði hrunið og hann var ekki lengur á þriðju hæð heldur hafði hann fallið til jarðar við hrunið. Þegar hann rankaði við sér reyndi hann að ýta borðinu til en það bifaðist ekki. Hann reyndi að halda stillingu sinni og reyna að ná tökum á hugsunum sínum og spara batterí símans. Hann fálmaði í kringum sig og fann plastpoka sem hann notaði seinna til að safna þvagi.

„Ég óttaðist eftirskjálfta. Það hefði verið skeflilegt að komast lifandi af og ómeiddur úr stóra skjálftanum og deyja í efirskjálfta. Ég var fastur en gat þó aðeins hreyft mig til sitt hvorrar hliðar. Ég gat hreyft útlimina og teygt úr öxlunum, en ég var ómeiddur að grunnu sári á högri hönd slepptu,“ sagði Jens.

Eftir fimm daga var honum loks bjargað og hann var með fullri meðvitund þar sen hann lá undir rústum sex hæða hárra höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna. Byggingin hafði hrunið eins og svo mörg önnur hús í Port-au-Prince, enda oft og tíðum kastað til höndunum við smíði þeirra.

Tók þátt í björgunarstarfi eftir 2 daga

Sameinuðu þjóðirnar skipulögðu þegar í stað björgunarstarf. Tveimur dögum eftir að honum var bjargað var Jens Kristensen farinn að taka sjálfur þátt í björgunarstarfinu.

„Við gerðum allt sem við gátum með þann takmarkaða búnað sem við höfðum yfir að ráða. Það þurfti að hreinsa hálfhrundar byggingar og koma birgðum til nauðstaddra. Það var mikið verk að vinna bæði í Port-au-Prince, í Léogâne þar sem skjálftinn átti upptök sín og í öðrum borgum og bæjum í suðurhluta Haítí sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum,” sagði hann.

Jens Kristensen var á Haítí í eitt ár eftir skjálftann og tók þátt í björgunar- og hálparstarfi, auk þess að liðsinna yfirvöldum við uppbyggingarstarf. Kristensen er vel meðvitaður um gagrnýni á Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðila en segist þó sannfærður um að allir hafi lagt sig alla fram.

„Þetta var mjög erfitt og tímafrekt. Þegar heilt land hrynur nánast algjörlega þá er miðstjórnvaldið nánast úr sögunni. Við slíkar aðstæður tekur mikinn tíma að skipuleggja enduruppbyggingarstarf og ég held að í raun hafi miklu verið áorkað í því og við endureisn innviða.“

„Af hverju ég?“

Jens Kristensen
Jens Kristensen starfar nú fyrir SÞ í Malí.

Þótt áratugur sé liðinn verður Jens Kristensen oft hugsað til hamfaranna. „Vinir og samstarfsmenn létust. Ég hugsa oft um af hverju það var ÉG sem lifði af og þvílíkt kraftaverk það var. Ég fer yfir þetta í huganum og undrast líka hvernig það gat tekið fimm daga að grafa mig upp. En ég gleymi því heldur ekki hve heppinn ég var að þeir fundu mig. Ég þakka Guði fyrir að vera á lífi.“

Jens Kristensen hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1998. Hann hefur frá því um miðjan fyrsta áratug aldarinnar unnið fyrir friðargæslu samtakanna og póitískar sendisveitir þeirra. Hann fór frá Haítí til Íraks og þaðan til Líberíu, þaðan til Suður-Súdans. Loks til Malí þar sem hann hefur verið síðastliðið hálft þriðja ár.
.
„Ég vinn við að búa til átakalausna-módel til að leysa deilur á milli ólíkra ættbálka og félagslegar deilur sem eiga sér rætur í ólíkri menningu. Ég er nú í mið-Malí sem er sá hluti landsins þar sem deilur eru skæðastar. Ef við leysum ekki deilur hér er hætta á að ríkið í heild kollsteypist því hér eru deiluefni sem rekja má til ólíkra ættbálka, ólíkrar menningar og félagslegrar stöðu. Þegar við bætast einstrengingsleg túlkun trúarbragða er hætta á átökum,“ segir Kristensen.

Ástæða þess að Jens Kristensen heldur átrauður áfram starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar er sú að hann er sannfærður um að það skili árangri. „Í mannúðarstarfinu hef ég séð með eigin augum að við björgum mannslífum og ég hef líka lagt mín lóð á vogarskálarnar í að byggja upp ríkisvald og leysa deilur- þar á meðal hér í Malí. Ég hef unnið að því að koma á stöðugleika og það skiptir vissulega máli.“