Jemen: dauði þjóðar í kyrrþey

0
704
Yemen Children

Yemen Children

20.janúar 2017. Ímyndið ykkur fátækt, stríðshrjáð land, þar sem helming sjúkrahúsa og loka hefur verið lokað, annað hvort barn stækkar ekki eðlilega, ríkisstarfsmenn fá ekki borguð laun, drykkjarvatn og matur eru af skornum skammti. Þriðjungur íbúanna þarf á neyðaraðstoð að halda. Þetta land er til : það heitir Jemen.

Fáar myndir berast þaðan, enda er aðgangur blaðamanna mjög takmarkaður og því gleymast hörmungar Jemen innanum ofgnótt mynda og Yemen picupplýsinga. Frá því átök mögnuðust í mars 2015 hefur ástandið sífellt versnað.

„Auðvitað deyr fólk í átökum, stórskotahríð og loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra, en það er líka fjöldi manns sem deyr í kyrrþey óbeint af völdum stríðsins,“ segir Jamie McGoldrick, aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sem staddur var í Brussel.

Þessi fórnarlömb eru krabbameinssjúklingar sem fá ekki lengur meðferð vegna lokunar sjúkrahúsa og skorts á lyfjum. Einnig má nefna hungraðar og skelfdar konur sem eignast börn fyrir tímann og fá enga umönnun; þetta eru líka sykursjúkir sem fá ekki lengur rétta meðferð og allir þeir sem veikjast vegna neyslu mengaðs drykkjarvatns. 

McGoldrickEn það eru líka hundruð þúsunda barna sem munu aldrei ná eðlilegum líkams- og vitsmunaþroska af völdum vannæringar, jafnvel þó þau lifi af. Talið er að helmingur barna muni ekki þroskast eðilega að þessu leyti og hafa ekki náð eðlilegri líkamsþyngd og hæð. Tvær milljónir barna komast ekki lengur í skóla, enda hafa 1.600 skólar eyðilagst eða skemmst.

„Jemen var fátækt land áður en átökin bættust ofan á og ímyndið ykkur hvernig ástandið er í dag. 90% allrar vöru var innfluttur en bankakerfið er hrunið og innflytjendur geta ekki lengur stundað viðskipti. Ástandið versnar sífellt. Fólk er farið að selja eignir sínar, hús og land,ef það er svo heppið að eiga eitthvað. Þetta er þrautseigt fólk,“ segir Jamie McGoldrick.

 7.febrúar næstkomandi munu Sameinuðu þjóðirnar gefa út ákall og beiðni til ríkja heims um að láta fé af hendi rakna til að hjálpa íbúum Jemen. Talið er að það þurfi andvirði tveggja milljarða Bandaríkjadala eða gróft reiknað 250 milljarða íslenskra króna til að tryggja matvæli handa nauðstöddum, bæta aðgang að heilsugæslu,drykkjarvatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu, og vernda þá sem höllustum standa fæti.

Tveir miljarðar dollara til að bjarga fólki frá hljóðlátum dauða.

Myndir: Barn til rannsóknar vegna vannæringar á Al-Jomhouri sjúkrahúsinu í Sa’ada í Jemen, en það nýtur stuðnings UNICEF. UNICEF/Ma’ad Al-Zekri

Íbúar Jemen eru þrautseigir en þurfa hjálp. FAO/Rawan Shaif