Jóga: að tengja hið líkamlega og hið andlega

0
72

 Iðkun jóga felur í sér ástundun tiltekinna líkamlegra og andlegra æfinga. Jóga hefur verið stundað í þúsundir ára á Indlandi. Þróast hafa afbrigði af jóga og fela sum í sér meiri líkamlega iðkun en önnur.  21.júní ár hvert Alþjóðlegur dagur jóga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Vinsældir jóga hafa aukist ár frá ári um allan heim á undanförnum áratugum. COVID-19 faraldurinn hefur grafið undan helsu fólks beint og óbeint. Iðkun jóga felur í sér í ávinning jafnt fyrir geðheilsu og líkamlegt heilbrigði.

Jóga barst til vesturlanda frá Indlandi í lok 19. og byrjun 20.aldar. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segir að jóga sé „ekki aðeins æfingar heldur aðferð til efla þá tilfinningu að vera einn og óskiptur með sjálfum sér, heiminum og náttúrunni.”

Yfirstandandi heimsfaraldur hefur ógnað jarðarbúum á margan hátt. Meðal annars hefur COVID-19 grafið undan jafnt líkamlegri- sem og geðheilsu fjölmargra um allan heim. Og sökum lokana og takmarkana af ýmsu tagi hefur fólk átt erfitt með að hreyfa sig. Á sama tíma hefur geðheilsa átt undir högg að sækja þegar fólk hefur einangrast.

Eflir kraft og sveigjanleika

Jóga felur í sér iðkun fjöla æfinga sem sameina líkamlega, andlega og jafnvel trúarlega iðkan. Kosturinn er sá að hægt að er stunda jóga heima hjá sér með fjölskuyldunni eða á fjarfundum.

Jóga er góð æfing af mörgum ástæðum. Jóga eflir vöðva líkamans og um leið sveigjanleika hans Talið er að jóga dragi úr ótta, kvíða og álagi. Einn Jógatími getur staðið yfir í 5 mínútur eða miklu lengur. Hægt er að taka jóga-stöðu á milli verkefna eða kennslustunda. Börn geta iðkað jóga á sama hátt og fullorðnir.

Takið þátt í Alþjóðlega jóga-deginum með því að taka og birta myndir af ykkur í uppáhalds jógastöðu með myllumerkinu. #InternationalDayofYoga.