Kannski ekki Majorka, en við höfum samt sólarorku!

0
491
Solar energy pic 1 Flickr creative commons 20 Generic CC by nc 20

Solar energy pic 1 Flickr creative commons 20 Generic CC by nc 20

21. apríl 2016. Norðurlönd eru vissulega ekki sólríkasti hluti heims, en þau hafa samt verulega möguleika í framleiðslu sólarorku.

Þetta er mjög mikilvægt því norræn samfélög eru afar orkufrek og þurfa nú að hrinda í framkvæmd áætlunum til samræmis við skuldbindingar sínar í Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum.

Sjálfbærni er efst á lista markmiða alþjóðasamélagsins þessa stundina. Það eru ekki bara orð því alls námu fjárfestingar í endurnýjanlegri orku 286 milljörðum Bandaríkjadala í heiminum á síðsta ári að því erf ram kemur í skýrslu the Frankfurt School of Finance and Management fyrir Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Aðgerðir farnar að skila árangri

solar energy pic 2 UN PhotoRúmlega tvisvar sinnum hærri fjárhæðum hefur verið varið til fjárfestinga í rafmagnsframleiðslu úr endurnýjanlegum orkugöfum á borð við sól og vind en í rafstöðvar sem knúnar eru kolefnaeldsneyti.

Góðu fréttirnar eru þær að miljarðarnir sem hafa runnið til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum eru farnir að skila árangri. Alþjóðaorkumálastofnunin telur að aukin notkun endurnýjanlegra orkugjafa sé megin skýringin á því að heildarlosun koltvýsirings hefur staðið í stað síðastliðin tvö ár þótt hagvöxtur hafi verið 6%.

Vondu fréttirnar eru að Norðurlöndin eru ekki öll jafn áhugasöm og þau gætu verið, að minnsta kosti þegar sólarorka er annars vegar. Svíar og Danir hafa sannarlega tekið sólinni opnum örmum undanfarin ár, en Norðmenn, Íslendingar og Finnar virðast vantrúaðir á að sólarorkan virki í þessum kalda og dimma heimshluta.

En staðreyndin er sú að við getum nýtt sólarorkuna meira að segja hér á norðurslóðum „Þrátt fyrir hvað við liggjum norðarlega eru möguleikarnir fyrir hendi og við skulum hafa í huga að það er meiri ágeislun sólar til dæmis í suður Finnlandi en í Þýskalandi, sérstaklega á sumrin,“ segir Teresa Haukkala, doktorsnemi við Aalto viðskiptaháskólann.

Hún rannsakar græna hagkerfið og umbreytinguna í átt til sjálfbærs efnahagslífs. Rannsóknir hennar beinast að atvinnulífinu, stefnumörkun og framtíð sólarorku í Finnlandi með hliðsjón af umbreytingum í Þýskalandi í orkumálum.

Ef og þegar búið verður að hanna og þróa hleðslukerfi, verður hægt að beisla sólarorkuna og geyma til að nota þegar notkunin er mest að vetri. Þetta kæmi sér vel á löngum norrænum vetrum.

„Sólarorkan hefur verið notuð utan dreifikerfisins á afskekktum stöðum, til dæmis í sumarbústöðum,“ segir Haukkala says. Reyndar bendir nýleg rannsókn til þess að Norðurlöndin séu kjörin fyrir sólarorkunema því þeir virka best í fimm stiga frosti!

Fjölbreytni af hinu góðasolar energy pic 3 UN Photo

Þó orkunotkun sé mikil á Norðurlöndum, standa þau sig býsna vel hvað varðar endurnýjanlega orku. Noregur og Ísland skara fram úr. Nánast öll raforka í Noregi eru ættuð frá vatnsaflsvirkjunum og á Íslandi er svipað upp á teningnum en þar bætist jarðvarminn við.

Spyrja má hvers vegna Norðurlönd ættu yfirleitt að ómaka sig við að beilsa sólarorkuna? Svarið er já.Norðurlöndin standa sig ágætlega ef miðað er við markmið Evrópusambandsins um að 20% allrar orkunotkunar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir 2020. Meir en helmingur allrar orkunotkunar í Svíþjóð og Noregi kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt myndu öll Norðurlöndin hagnast á því að fjölga uppsprettum orkunnar segir Hukkala í viðtali við UNRIC.

Fjölbreytni er mikilvæg til þess að hægt sé grípa til við sérstakar aðstæður. Í Noregi er vatnsorka seld til annara ríkja þegar nóg framboð er, en rafmagn keypt þegar illa árar. Við þær aðstæður er engin leið að tryggja að uppruninn sé endurnýjanleg orka. Þótt sólarorka muni aldrei fullnægja allri orkuþörf er hún þörf viðbót.

Svíþjóð og Finnland voru til skamms tíma síðustu Evrópusambandsríkin til að samþykkja stuðning við sólarorku. Svíar samþykktu loks 2009 styrki til að koma upp nemum í tengslum við raforkunetið og blönduð kerfi þar sem sólaorka kemur við sögu. Þetta hefur reynst vel og 2013 voru sólarorkunemar með framleiðslugetu upp á 19 MW virkjaðir sem er vel rúmlega tvöfalt meira en árið á undan (8.1MW). Í Danmörku hafa sólarorkunemar verið vinsælir frá upphafi, enda Danir oftar í takti við meginlandsþjóðirnar í Evrópu en aðrar Norðurlandaþjóðir.

Spurning um hugarfar

Í Noregi var sólarorka einkamál nokkurra áhugamanna til 2014 vegna skorts á opinberum stuðningi. Þetta er á uppleið en Norðmenn eru þó langt á eftir Svíum og Dönum.

Við sama vanda er að etja í Finnlandi. Í Finnlandi er opinber stuðningur við notkun endurnýjanlegra orkugjafa, þar á meðal sólarorku, en hann nær ekki til einstaklinga, aðeins opinbera geirans og einkafyrirtækja. En þetta snýst þó ekki bara um peninga segir Hukkala.

„Þetta er spurning um hugarfar því í Finnlandi virðist vera útbreidd sú trú að sólarorkunemar virki ekki vegna þess að Finnland sé ekki nógu hlýtt land og ekki nógu mikil sól.”

Þetta er eins og við vitum ekki rétt. Hukkala telur að sólarorkunotkun aukist ekki nema til komi aukin fræðsla og hagstætt verð. En miðað við áherslu heimsins á endurnýjanlega orku, er engin ástæða til annars en að reikna með að nýting sólarorku aukist á Norðurlöndum á næstu árum.

(Birtist fyrst í aprílútgáfu Norræna fréttabréfs UNRIC)