Kofi Annan sest í stjórn friðarsamtaka með Vigdísi

0
502

24 maí 2007. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fallist á að taka sæti í stjórn Friðar og mannréttindamiðstöðinni í Osló sem Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs stofnaði á síðasta ári.

“Annan bætist í hóp stjórnarmanna á borð við  Dr. Hans Blix, frá Svíþjóð, fyrrverandi forseta Íslands Vigdísi Finnbogadóttur, Kim Dae-jung, fyrrverandi forseta Suður Kóreu og  Jan Egeland, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan mun leggja sitt af mörkum til að skipuleggja vekefni okkar sem felast ekki síst í því að vera í sambandi við þá sem taka helstu ákvarðanir jafnt í stjórnmálum sem einkageiranum,” segir Kjell Magne Bondevik.