Komum heiminum í lag á fullri ferð!

0
463

komum heiminum i lag

20. september 2012. Kynningarvika frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands með yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ stendur yfir af miklum krafti alla þessa viku 17. – 22. september.
Rás 2 og Ríkissjónvarpið frumflytja fimm lög þjóðkunnra tónlistarmanna sem öll eru samin við texta  Sævars Sigurgeirssonar sem ber titilinn “Komum heiminum í lag” sem er einmitt undirheiti átaksins. (Sjá td. hér:http://www.youtube.com/watch?v=SSPiY_hEgPw)

Á föstudag verður málþing um háskóla Sameinuðu þjóðanna haldið í Öskju og þá um kvöldið verður ennfremur frumsýning á fyrstu afrísku kvikmyndinni sem sýnd er á afrískum kvikmyndadögum um næstu helgi en sú hátíð er líka haldin í tengslum við kynningarátakið.

Þá verða tónleikar á Café Rosenberg næstkomandi laugardagskvöld sem hefjast kl. 21:00 þar sem þeir tónlistarmenn sem hafa samið lag fyrir átakið stíga á svið og flytja tónlist að eigin vali.

Fréttablaðið hefur birt greinar eftir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins, Þorvald Gylfason, prófessor og Ingunni Sædal, ljóðskáld og þýðanda og verða þær allar birtar á vefsíðu UNRIC.

Sjá nánar: http://www.iceida.is/islenska