Kosovo: Erindreki SÞ mun leggja fram “raunsæja málamiðlun”, eftir að árangurslausum viðræðum lauk

0
459
12.mars 2007 – Hvorki Kosovobúar af albönskum uppruna né ríkisstjórn Serbíu hafa sýnt nokkurn samningsvilja í viðræðum um framtíð Kosovo og því mun erindreki Sameinuðu þjóðanna leggja tillögu um “raunsæja málamiðlun” fyrir Öryggisráðið í þessum mánuði. 

“Það er mín eindregna skoðun að allir möguleikar á að semja um lausn hafa verið nýttir”, sagði erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Martti Ahtisaari eftir fundi helstu leiðtoga deilenda í Vínarborg um helgina”.
“Mér þykir leitt að segja að þegar er up per staðið liggur það fyrir að hvorugur deilenda sýndi neina viðleitni til að hvika frá fyrri afstöðu,” sagði Ahtisaari en hann lagði fram upphaflegar tillögur sínar í síðasta mánuði. Samkvæmt þeim hefði Kosovo fengið rétt til heimastjórnar, ganga frá alþjóðlegum samningum, meðal annars um inngöngu í alþjóðasamtök, undir yfirumsjón alþjóðasamfélagsins. 
90 af hundraði íbúa Kosovo eru albanskir. Kosovo er hluti af Serbíu en hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999 þegar hersveitir NATO ráku serbneskar öryggissveitir á brott eftir átök Serba og albanskra sjálfstæðissinna. 

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21823&Cr=Kosovo&Cr1=