Kosovo: Serbar og Albanir enn á öndverðum meiði

0
501

2. mars 20077 –Serbía og ríkisstjórn Albana í Kosovo eru enn algjörlega á öndverðum meiði eftir viku langar viðræður um áætlun Sameinuðu þjóðanna um stöðu héraðsins, að sögn erindreka framkvæmdastjórans.

Sameinuðu þjóðirnar hafa stýrt héraðinu frá árinu 1999 eftir að hersveitum Serba var stökkt á flótta með loftárásum NATO. Martti Ahtisaari, erindreki Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna lagði til í síðasta mánuði að Kosovo fengi stjórn í eigin málum, gæti gert alþóðlega samninga og jafnvel gengið í alþjóðleg samtök. Alþjóðasamfélagið myndi eftir sem áður vera til staðar, jafnt hersveitir sem óbreyttir borgarar.Skrifstofa erindrekans sagði í fréttatilkynningu að hann myndi fara yfir málflutning deilenda og undirbúa endurskoðaða tillögu sem hann myndi kynna í næstu viku.Ahtisaari hefur boðað til fundar í Vínarborg 10. mars en auk deilenda munu fulltrúar Tengslahópsins (Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía og Rússland), NATO og bráðabirgðastjórnar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK) taka þátt í fundinum.
Ahtisaari hefur áður sagt að hann muni skila lokatillögum sínum til Öryggisráðsins í lok mars eftir viðræður við deilendur. 
 
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21742&Cr=Kosovo&Cr1=