Kosovo: SÞ erindreki hvetur til alþjóðlegs stuðnings við tillögur um lokastöðu

0
464

17. febrúar  2007 – Æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo lagði í dag áherslu á alþjóðlegan stuðning við tillögur SÞ um lokastöðu héraðsins og sagði að þær kæmu fram á “ákjósanlegu augnabliki í sögunni”.

Sameinuðu þjóðirnar hafa stýrt Kosovo frá 1999 þegar NATO greip inn í átök Serba og sjálfstæðissinna Albana.
Joachim Rücker, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna hvatti deilendur á borgarafundi í bænum Klinë/Klina til að taka tillögum Martti Ahttisaari, sérstaks sendimanns Ban Ki-moon framkvæmdastjóra SÞ með opnum huga.
“Jafnvel þótt sumum ykkar finnist sumt ekki vera að ykkar skapi, hvet ég ykkur til að taka tillögunum um lokastöðu á jákvæðan hátt”, sagði Rücker. “Nú hefur Evrópusambandið gefið Ahtisaari grænt ljós til að taka næsta skref”.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21606&Cr=Kosovo&Cr1=