Landeyðing snertir 3.2 milljarða manna

0
608
Alþjóðlegur dagur gegn eyðimerkurmyndun 17.júní

Landeyðing grefur undan lífsgæðum að minnsta 3.2 milljarða manna í heiminum í dag.  

  1. júní er Alþjóðadagur helgaður baráttunni gegn eyðimerkurmyndun og ofþurrki. Að þessu sinni er athyglinni beint að ávinningi af því að snúa við blaðinu og endurheimta land sem orðið hefur landeyðingu að bráð og breyta því í heilbrigt land að nýju.

Talað er um eyðimerkurmynd þegar land rýrnar á  þurrum landsævðum vegna virkni mannsins og loftslagsbreytinga. Eyðumerkurmyndun vísar því ekki til þess þegar núverandi eyðimerkur breiða úr sér. Hún á sér stað vegna þess að þurr landsvæði eru sérlega viðkvæm fyrir rányrkju og óheppilegri notkun lands. Þurr vistkerfi þekja um þriðjung alls lands í heiminum. Fátækt, pólitískur óstöðugleiki, eyðing skóga, ofbeit og slæm notkun áveitna geta grafið undan framleiðni lands.

Samvinna skilar árangri

Alþjóðlegur dagur baráttu gegn eyðimerkurmyndun og þurrki er haldinn á hverju ári til að efla vitund fólks um alþjóðlega viðleitni til að hindra eyðimerkurmyndun. Þessi dagur er áminning um að lausna miðað starf þar sem öflug samfélög eru virkjuð með samvinnu að leiðarljósi getur stöðvað frekari eyðimerkurmyndun.

Þetta er brýnna nú en nokkru sinni. Þegar land eyðist og er ekki lengur og er ekki lengur frjósamt, hverfa náttúrulegar tegundir eða breyast. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst og fjölbreytni lífríkisins minnkar. Færri villtar tegundir mynda þar með varnargarð gegn því að sjúkdómar berist á milli dýra og manna eins og raunin er með COVID-19. Þá hverfur ákveðin vernd gegn öfga-veðurfari á borð við þurrka, flóð og sand-og rykstorma.

Loftslagsbreytingar

Með við endurheimta land sem orðið hefur landeyðingu að bráð er meira kolefni sem safnast hefur fyrir í andrúmsloftinu, fangað og bundið. Endurheimt lands er lyftistöng fyrir aðlögun samfélaga sem standa höllum fæti, að loftslagsbreytingum. Þetta getur þýtt 1.4 billjóna dala tekjur í aukinni framleiðslu landbúnaðarvara á ári.

Grípum til aðgerða nú þegar. Látið orðið berast á samfélagsmiðlum. #RestorationLandRecovery