Leiðin langa frá Grænlandi til Gólan-hæða

0
157
Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75
Janne Kristina Larsen hefur starfað á Grænlandi, Gólan-hæðum og Jerúsalem. Mynd: UNTSO

 Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75. Janne Kristina Larsen hefur þjónað sem foringi í danska hernum og í friðargæslusvæðum frá rótum Grænlandsjökul og upp í Gólan-hæðir á landamærum Ísraels og Sýrlands. Eftir að hafa starfað í norðurslóðasveit danska flotans í Nuuk, gekk hún til liðs við Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Frá 2018 til 2019 sá hún um málefni hernaðar-eftirlitsmanna hjá UNTSO, Vopnahléseftirliti Sameinuðu þjóðanna. Í október á síðasta ári snéri hún aftur til starfa hjá UNTSO og þar skrifstofustjóri.  

Stakkaskipti

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75
Við höfuðstöðvar norðurslóðasveita Dana í Nuuk. Mynd: Larsen

„Þótt ég hefði engar kvenkynsfyrirmyndir þegar ég sótti um að verða friðargæsluliði, vissi ég alltaf að mig langaði til að vera hluti af einhverju stærra og skipta máli,“ segir Larsen. „Reyndar hafði markmið mittm þegar ég gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar til að leggja lóð mín á vogarskálar friðar í Mið-Austurlöndum, verið að gerjast innra með mér í tíu ár. Þannig að gamall draumur rættist þegar ég starf hjá UNTSO.“

Nokkur stakkaskipti hafa orðið hvað varðar fjölda kvenna í friðargæslu, frá því Larsen kom fyrst til starfa fyrir friðargæsluna. Árið 2021 var hlutfall kvenna aðeins 7.8% af her og lögreglu, og öðru starfsfólki friðargæslusveita. Í mars 2022 var hlutfallið orðið 30% og 8 konur annað hvor yfirmenn eða staðgenglar yfirmann friðargæsluverkefna.

Að brjóta niður samskiptamúra

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75
Janne Kristina Larsen við eftilitsstörf í Gólan-hæðum.Mynd: UNTSO

„Ég var starfsmannastjóri herliðs í Jerúsalem, ásmt öðru, og bar ábyrgð á að ráða til starfa fjölbreyttan hóp vel-þjálfaðra liðsforingja, þar á meðal kvenkyns friðargæsluliða,“ segir Larsen.

„Sú reynsla efldi skilning minn á því að fá konur til starfa þar sem öryggisástand er viðsjárvert. Það var ánægjulegt að sjá hvernig kvenkyns hernaðar-eftirlitsmenn brutu niður samskiptamúra við konur og börn í þeim samfélögum sem við þjónuðum. Ég segi alltaf ungum konum sem hugleiða að þjóna undir bláa fána Sameinuðu þjóðanna: „Gerðu það bara!“. Um leið og maður er orðinn hluti Sameinuðu þjóða-fjölskyldunni, er maður farinn að skipta sköpum. Sjálfstraustið eflist og maður fær innblástur til að gera stóra hluti.“

Karllægt umverfi

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75
Suman Gawani major frá Indlandi hjá UNMISS og Carla Monteiro de Castro Araujo foringi frá Brasilíu hjá MINUSCA eru verðlaunaðir friðargæsluliðar. Myndir: UNMISS/MINUSCA/Hervé Serefio

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hefur verið í fararbroddi við að vinna áætlun sem kennd er við Konur, frið og öryggi, braut. Sú áætlun á rætur að rekja til ályktunar Öryggisráðsins númer 1325 frá árinu 2000. Friðargæslan hefur gert forgangsröð kvenna og réttindi þeirra miðlæg í friðar- og pólitískum ferlum. Þar að auki hefur fjöldi kvenna aukist innan friðargæslunnar og áhersla lögð á að styðja konur í friðarviðleitni í samfélögum þeirra

„Það er auðvitað satt og rétt að konur þurfa að glíma við erfiðar aðstæður í friðargæslusveitunum. Fyrst má nefna að karlar ráða lögum og lofum í þeim samfélögum sem við þjónum. Öfugt við það sem tíðkast í norður Evrópu komst ég að því að ég get ekki tekið í hendur karla af trúar- eða menningarlegum ástæðum,“ segir Larsen.

Löng fjarvera

Því er heldur ekki að leyna að starf friðargæsluliða getur reynst konum erfitt.

„Yfirleitt er maður sendur út af örkinni í tólf mánuði. Það er löng fjarvera fyrir unga móður eða þá sem vilja klífa metorðastígann innan eigin hers,“ bendir hún á.

Larsen er einnig sannfærð um að friðargæsla Sameinuðu þjóðanna geti bætt aðstæður kvenkyns friðargæsluliða.

„Ég held að samfara fjölgun kvenna í friðargæslunni verði að bæta vatns, hreinlætis og salernisaðstöðu á starfsstöðvum til að þjóna betur þörfum kvenna.“