Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um arftaka Kyoto í Kaupmannahöfn 2009

0
497

21. mars. Danir verða gestgjafar á næsta leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál en hann verður haldinn í Kaupmannahöfn í desember 2009. Stefnt er að því að þar verði undirrituð ný ”Kyoto” bókun, að því er Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana skýrði frá í dag.

 

Stefnt er að því að ljúka nýjum loftslagssáttmála fyrir 2009. Slíkt er nauðsynlegt til þess að hann hafi lagalegt gildi þegar Kyoto bókunin rennur út í lok 2012. "’Bandaríkin eru lykillin að því að raunveruleg áhrif verði af nýjum loftslagssáttmál”, sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra þegar hann kynnti leiðtogafundinn og sagðist myndu reyna að nýta sín góðu tengsl við Bandaríkin. Bandaríkin hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina en talið er að fjórðungur alls útblásturs svokallaðra gróðurhúsaloftegunda komi frá Bandaríkjunum. Vonast er einnig til að Kína og Indland verði ásamt Bandaríkjunum aðilað nýrri bókun.   Kyoto-aftale. Búist er við að minnsta kosti tíu þúsund þátttakendum frá öllum heiminum en fundurinn er talinn sá mikilvægasti í þessum málaflokki frá Kyoto fundinum 1997.