Leiðtogar Myanmar þiggja neyðaraðstoð eftir viðræður við Ban Ki-moon

0
432
Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Myanmar ætlaði að leyfa erlendum hjálparstarfsmönnum að starfa óhindrað í landinu og þiggja og greiða fyrir sendingu hjálpargagna. Ban tilkynnti þetta eftir viðræður við yfirmann herforingjastjórnarinnar í Myanmar Than Shwe í hinni afskekktu höfuðborg Naypyidaw.

Ban ræðir við fólk sem missti heimili sín í fellibylnum mannskæða í Myanmar

Hingað til hafa herforingjarnir haldið því fram að enginn skortur væri og þeir hefðu fullkomna stjórn á ástandinu. Hafa þeir neitað að þiggja alla þá hjálp sem í boði er.
 Ban sagði að ákvörðun Than markaði tímamót. 
"Ég átti mjög góðan fund með æðsta herforingjanum, sérstaklega hvað varðar erlenda hjálparstarfsmenn,” sagði hann. “Hann hefur tekið mjög sveigjanlega afstöðu í málinu.” 

Ban Ki-moon heimsótti svæðin sem fellibylurinn Nargis herjaði á í Myanmar með þeim afleiðingum að 2.4 milljónir manna eiga um sárt að binda. 
Ban flaug yfir hrísgrjónaakra og heimsótti Kyondah búðirnar 75 kílómetra fyrir sunnan Yangon í óshólmum Irrawaddy.  
“Mér þykir þetta leitt, en ekki missa vonina,” sagði Ban við einn íbúanna. “Sameinuðu þjóðirnar eru komnar tili að hjálpa ykkur. Heimsbyggðin er að reyna að hjálpa Myanmar.”  
Framkvæmdastjórinn ritaði nafn sitt í minningarbók um fórnarlömb fellibylsins er hann heimsótti Shwedagon, tvö þúsund ára gamalt Búdda hof í Yangon.  Gekk hann berfættur þangað inn að búddískum sið.
“Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið í heild eru reiðubúin að hjálpa ykkur að yfirstíga þennan harmleik,” sagði hann í heimsókninni er hann lagði blóm að styttu Búdda. “Til þessa er ég hingað kominn. Meginmarkmið mitt með heimsókninni era ð sýna samstöðu og flytja boðskap vonar.”