Lengi lifi gagnrýnin hugsun

0
508

philo

15. nóvember 2012. Alþjóða heimspekidagurinn er haldinn í dag og er dagsins minnst víða um heim. UNESCO, mennta, vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur valið “Kynslóðir framtíðarinnar sem þema dagsins.”

Allsherjarþing UNESCO ákvað að tileinka þriðja fimmtudag nóvembermánaðar heimspeki til þess að vekja athygli á mikilvægi þessarar greinar ekki síst fyrir ungt fólk. Heimspeki er sú grein sem eflir gagnrýna og sjálfstæða hugsun og stuðlar að betri skilningi á heiminum og umburðarlyndi og friði.”

Að mati UNESCO, býður heimspekin upp á íhugun og greiningu sem á erindi við allar greinar og miðar að því að bæta skilning á okkar heimi og þróa fullnægjandi svör við áskorunum hans. Heimspekingar leika stórt hlutverk í að varpa ljósi á áskoranir samtímans ekki síst þegar þær snert siðfræði og réttlæti.
UNESCO telur að gagnrýnin hugsun og dómgreind byggð á siðfræði séu á meðal máttarstólpa hvers samfélags. Af þessum sökum leitast UNESCO við að efla heimspekilegan þátt í öllum áætlunum og aðgerðum sínum.