LGBTIQ+: SÞ lýsa andstöðu við kynhneigðarbælingu

0
605
Alþjóðlegur dagur gegn andúð á sam- og tvíkynhneigðum og transfólki 17.maí.
Ástfrelis og kynvitun kynnu að koma við sögu ef Mannréttindayfirlýsingin yrði tekin saman á ný.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lætur í ljós áhyggjur af stöðu hinsegin fólks eða svokallaðs LGBTIQ+ fólks í ávarpi í tilefni af því að 17.maí er Alþjóðlegur dagur gegn andúð á sam- og tvíkynhneigðum og transfólki.

„Ég hef þungar áhyggjur af áframhaldandi ofbeldi, glæpavæðingu, hatursáróðri og harðræði sem LGBTIQ+ fólk sætir. Ekki síst er ástæða til að hafa áhyggjur af nýjum tilraunum til að útiloka þennan hóp frá menntun, atvinnu, heilsugæslu, íþróttum og húsnæði,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn, António Guterres í ávarpi á alþjóðlega deginum.

Í 69 ríkjum í heiminum er samkynhneigð bönnuð. Þetta þýðir að um tveir milljarðar manna eða þriðjungur mannkyns, sætir mismunun og brotum á mannréttindum.

Guterres leggur áherslu á að hinsegin fólk njóti nákvæmlega sömu mannréttinda og allir aðrir.

„Í mörgum ríkjum er LGBTIQ + fólk látið sæta afarkostum og látið sæta kynhneigðarbælingu (conversion therapy), skyldu-uppskurðum, og verður fyrir lítillækkandi meðferð og skoðunum. Sameinuðu þjóðirnar eru alfarið andsnúnar slíku.“

Aðalframkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að berjast gegn ofbeldi gegn hinsegin fólki, gera skaðlega háttsemi gegn því útlæga, tryggja fórnarlömbum réttlæti og stuðning. Binda beri endi á hvers kyns ofsóknir, mismunun og glæpavæðingu.

„Sameinuðu þjóðirnar eru stoltar af því að styðja grundvallaréttindi og virðingu allra jarðarbúa, þar á meðal LGBTIQ+ fólks,“ segir Guterres.

„Ég hvet alla til þess að leggjast á árarnar með okkur til að byggja heim friðar, samheldni, frelsis og jafnréttis fyrir alla.“

Sjá nánar um Sameinuðu þjóðirnar og hinsegin fólk hér og hér