Loftmengun drepur hálfa milljón Evrópubúa árlega

0
503

Air Photo Flickr Damlán Bakarcic Creative Commons
10.júní. Meir en 500 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu og nágrannaríkjum á ári má rekja til loftmengunar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Að auki má rekja ótimabæran dauða hundrað þúsund til vonds lofts innan húss. Tölurnar miða við árið 2012. Loftmengun er alvarlegasta ógn við heilsu fólks í Evrópu. Þannig er talið að 95% borgarbúa í Evrópusambandslöndunum andi að sér lofti sem telst óheilnæmt miðað við staðla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

air quality UN Photo Kibae ParkLoftmengun, loftslagsbreytingar, óheilsusamlegir lifnaðarhættir og rof á milli fólks og náttúru grafa undan heilbrigði í Evrópu að mati höfunda skýrslu um stöðu Evrópu í Hnattrænum horfum í umhverfismálum (Global Environment Outlook (GEO-6) ) sem unnin var af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Efnahagsráði Evrópu (UNECE) með stuðningi frá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA).

Loftslagsbreytingar eru á meðal helstu ógna við heilbrigði manna og vistkerfa og jafnframt stærsti þrándur í götu þess að uppfylla Sjálfbær þróunarmarkmið í Evrópu.

Þá hafa loftslagsbreytingar þau áhrif að efla ýmiss konar aðra umhverfisvá í Evrópu og nágrannaríkjum, og má nefna aukna tíðni flóða, hitabylgjur, þurrka, minni framleiðni landbúnaðar, aukna loftmengun, sjúkdóma sems smitast með vatni og matvælum, auk ofnæmis.

Myndir : (aðal)  Flickr Damlán Bakarcic Creative Commons og