Loftmengun stærsta einstaka dánarorsök

0
465

Air Photo Flickr Damlán Bakarcic Creative Commons
12.maí 2016. Meir en 80% fólks í þéttbýli býr við óviðunandi loftmengun.
Þetta hlutfall miðast við þá staði þar sem mælingar fara fram, alls 3.000 borgir í heiminum og er miðað við staðla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Loftmengun hefur aukist um 8% á undanförnum fimm árum og þurfa milljarðar manna að anda að sér hættulegu andrúmslofti.

Talið er að agnir í andrúmsloftinu séu mikil umhverfismá og valdi dauða meir en þriggja milljóna manna á ári, en það er meira en mýrarkalda (malaria) og HIV/Alnæmi og stærsta einstaka dánarorsök í heimi.

Talið er að þessi tala eigi eftir að tvöfaldast fyrir 2050 en talið er að þá verði tveir milljarðar bíla í heiminum.