Loftslagsbreytingar: Aðgerðaleysi er dýrt

0
420

 

UNEP EMISSIONGAP

5.nóvember 2013. Líkurnar á því að hægt verði að halda kostnaði niðri munu óðfluga minnka ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða í loftslagsmálum

, segir í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Nauðsynlegt er að minnka losun efna sem valda gróðurhúsaáhrifum. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu þar sem metið er hvert þanþol jarðarinnar er ef halda á hækkun hitastigs undir 2°C.

 

Skýrslan the Emissions Gap Report 2013 er meiriháttar vísindaleg úttekt á vegum UNEP og gefin út nú þegar ríki heims setjast að samningaborði í loftslagsmálum í Varsjá í Póllandi.

Ef bilið á milli núverandi losunar og þess sem til þarf til að halda hitanum undir 2 gráðum, er ekki brúað, mun reynast enn erfiðara að minnka áhrif hækkunar hitans eftir 2020.

 Jafnvel þótt ríki heims standi við fyrirheit sín í loftslagsmálum, er líklegt að losun gróðurhúsalofttegunda 2020 verði umtalsvert meiri en svo að kostnaðarminnstu leiðir verði færar.

Vísindamenn eru á einu máli um óafturkræfur skaði á umhverfinu muni aukast verulega ef ekki tekst að halda meðaltals hlýnun jarðar undir 2°C, miðað við fyrir iðnbyltingu. Síðasta skýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna staðfestir að “einstaklega líklegt” sé (95-100% líkur) á að hlýnun jarðar sé af mannavöldum.

70 vísindamenn úr 55 hópum í 17 ríkjum unnu skýrslunar sem þýska umhverfisráðuneytið fjármagnaði.

Sjá einnig:  http://www.unep.org/climatechange/