Loftslagsbreytingar: met slegin í lofti og á legi 2021

0
542
Yfirborð sjávar hækkar, hiti hækkar og súrnun heldur áfram
Yfirborð sjávar hækkar, hiti hækkar og súrnun heldur áfram. Mynd: Ishan @seefromthesky / Unsplash

Ný met voru sett á fjórum lykil-sviðum, sem tengjast loftslagsbreytingum á árinu 2021. Uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur aldrei verið meiri. Hækkun yfirborðs sjávar hefur aldrei hækkað meira og sama gildir um hita- og sýrustig. 

Þetta er enn eitt skýrt dæmi um að athafnir mannsins eru að valda breytingum í lofti, láði, og legi um alla plánetuna. Afleiðingarnar eru langvarandi og skaðlegar fyrir sjálfbæra þróun og vistkerfi jarðar. Þetta eru niðurstöður skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) um ástand loftslagsins á árinu 2021, sem gefin er í úti í dag.

Hækkun yfirborðs sjávar

„Yfirborð sjávar hækkaði að meðaltali í heiminum tvisvar sinnum meira en áður. Það má aðallega rekja til hraðari bráðnun íss,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á blaðamannafundi til að kynna skýrsluna.

„Hitastig hafsins hefur einnig hækkað sérstaklega mikið undanfarna tvo áratugi og hlýnur gætir á meira dýpi en áður.“

Öfgakennt veðurfar er sá hluti loftslagsbreytinga sem er sýnilegastur. Það olli hundruð milljarða Bandaríkjadala skaða og manntjóni. Auk þess að grafa undan velferð fólks, var öfgakennt veðurfar ógnun við matar- og vatnsöryggi  í för með sér með þeim afleiðingum að fólk flosnaði aupp.

WMO
WMO

 La Niña dugði ekki til kælingar

Í skýrslu WMO er staðfest að sjö síðustu ár hafi verið heitustu sjö ár frá upphafi. 2021 var þó „aðeins“ í hópi hinna hlýjustu vegna þess að frá upphafi til loka árs hafði fyrirbærið  La Niña áhrif til kælingar. La Niña er heiti á reglubundinnikæling á yfirborði sjávar í hluta Kyrrahafs. Þessi kæling nægði þó ekki til að stemma stigu við hækkun hitastig. Meðalhitinn 2021 var 1.11 (± 0.13) °C hærri en fyrir iðnbyltingu.

António Guterres sagði að skýrsla WMO væri til marks um að mannkyninu hefði mistekist hrapallega við að hemja loftslagsbreytingar. Hann hvatti til tafarlausra aðgerða við orkuskipti enda væri notkun jarðefnaeldsneyta einfaldlega blindgata.

Fimm brýnar aðgerðir

Í ávarpi sínu sem flutt var af myndbandi lagði Guterres til fimm brýnar aðgerðir til að hraða umskiptum yfir í endurnýjanlega orku. Þar á meðal var greiðari aðgangur að tækni til að leysa endurnýjanlega orku úr læðingi, þreföldun einka- og opinberra fjárfestinga í endurnýjanlegri orku og að binda ena á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Þær nema nú rúmlega 11 milljónum Bandaríkjadala á hverri mínútu.

Sjá nánar hér.