Loftslagsbreytingar ógn við öryggi

0
432
Sahel

Sahel

26.maí 2016. Loftslagsbreytingar ógna stöðugleika á Sahel-svæðinu að sögn háttsetts embættismanns Sameinuðu þjóðanna.

Mohamed Ibn Chambas, yfirmaður Vestur-Afríkuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNOWA) flutti Öryggisráði samtakanna skýrslu á sjónvarpsskjá um málefni Sahel-svæðisins. Fram kom í máli hans að loftslagsbreytingar hefðu bein áhrif á öryggi svæðisins, þróun og stöðugleika, því þurrkar færðust í vöxt og átök blossuðu upp í kjölfarið.

Chambas benti á að sumir hlutar Nígerfljóts væru farnir að þorna upp. Hann benti á að nú byggju fimmtíu milljónir manna í svæðinu sem kennt er við Tsjadvatn. Búist væri við að sá fjöldi tvöfaldaðist fyrir 2030. Eins og staðan væri sæi svæðið tveimur milljónum fyrir lífsviðurværi og 13 milljónir fengju þaðan mat.

Hann sagði að þurrka og loftslagsbreytingar væru sem olía á eld staðbundins vanda og nefndi sem dæmi uppreisn í óshólmum Níger-fljóts, hryðjuverk í norðurhluta Malí, banvæn átök um auðlindir, auk mansals, skipulagðrar glæpastarfsemi og öfgasinnaðra ofbeldismanna sem væru ógn við öryggi svæðisins.

Hann benti á að þótt baráttan gegn hryðjuverkum í heimshlutanum hefði skilað árangri, þó þyrfti að tvíefla viðleitnina til að sigrast á Boko Haram.