Loftslagsmál: Rússar beittu neitunarvaldi

0
594
Öryggisráðið

Mona Juul fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti vonbrigðum sínum þegar Rússar beittu neitunarvaldi til að hindra framgang ályktunar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um tengsl loftslagsbreytinga og alþjóðlegs friðar og öryggis.

Írland og Níger voru flytjendur tillögunnar. 12 ríki greiddu atkvæði með henni en tvö ríki, Rússland og Indland, voru á móti og Kína sat hjá. Þar sem Rússar hafa neitunarvald féll tiillagan.

Juul sendiherra sagði að Öryggisráðið ætti að láta sig varða loftslagsmál því áhrif þeirra græfu undan friði og öryggi. Hún minnti á að ráðið hefði viðurkennt þetta í ályktun sem samþykkt var fyrir áratug.

Vassily A. Nebanzia fastafulltrúi Rússlands sagði að Rússland, Indland og Kína væru ekki samþykk þeirri nálgun sem vestræn ríki þröngvuðu upp á arða. Alþjóða samfélagið væri í raun illa klofið í loftslagsmálum eins og sést hefði á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26.