Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna leggur línur fyrir viðbrögð við loftslagsbreytingum

0
494

Brussel, 6. apríl 2007 – Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC)) hefur lokið við nýja skýrslu þar sem lagt er mat á áhrif hlýnunar jarðarinnar í nútíð og framtíð og kannar möguleika á því að aðlagast þessum breytingum.

Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að ár, vötn, dýralíf, jöklar, sífreri, strandhéruð, smitberar og fleira í náttúrunni hafi nú þegar orðið fyrir áhrifum af aukningu útblásturs gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.  Hækkandi hitastig veldur aukinni uppgufun og úrkomu og veldur því að ár og vötn leggur síðar en ella og að farfuglar taka sig upp og verpa fyrr á vorin. Vísindamenn eru sífellt sannfærðari um að,eftir því sem jörðin hlýnar, verði ákveðin veðurfyrirbæri og öfgakennt veðurfar algengara, útbreiddara og ofsafengnara. Á næstu áratugum verða Heimskautasvæðin, Afríka sunnan Sahara, lítil eyríki, strandsvæði sem liggja lágt, vatnsbirgðir og landbúnaðarframleiðsla á ákveðnum svæðum í sérstakri hættu.  Veruleg hækkun yfirborðs sjáfar mun hafa veruleg áhrif aðalega á næstu öld. 

Sjá nánar: http://www.unep.org/Documents.Multilingual/Default.asp?DocumentID=504&ArticleID=5550&l=en