Loftslagssálfræðingar hasla sér völl

0
779

Ótti við loftslagsbreytingar fer vaxandi á sama tíma og ákaft er reynt að hafa áhrif á hegðun almennra borgara til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagssálfræðingar eru farnir að hasla sér völl á Norðurlöndum Verkefni þeirra eru þó síður en svo einskorðuð við að sinna líðan óttasleginna skjólstæðinga.

Nýlega vakti sænski blaðamaðurinn Kristofer Ahlström þjóðarathygli í heimalandi sínu þegar hann birti grein í blaði sínu, Dagens Nyheter, þar sem hann skýrði frá því að hann hefði leita sér hjálpar hjá sálfræðingi af ótta við loftslagsbreytingar.

Hann sagði einnig frá því hvernig hann upplifði fréttir síðastliðið sumar af flóðum í mið-Evrópu, skógar- og jarðeldum víða í heiminum og met-hitastigi í Norður-Ameríku. Í kjölfarið kom svo svört loftslagsskýrsla IPCC, vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmá

„Ég reyndi að leita í huganum að þeim úrrðum sem ég hafði lært um í þerapíunni,“ skrifaði Ahlström. „Ég hef í hálft ár verið hjá sálfræðingi til að takast á við loftslags-angist. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er árangurinn takmarkaður. Ég er enn fullur bræði. Ég get varla hugsað um loftslagið, hvað þá talað um það, án þess að heilinn í mér frjósi eins og krepptur vöðvi.“

Aðferðir sálfræðinnar

Loftslagssálfræði er ekki sérgrein innan sálfræðinnar en beitir aðferðum hennar og þekkingu. Nokkrir sænskir sálfræðingar sig hafa hlutverki að gegna í yfirstandandi umræðum um loftslagsbreyitingar

Kali Andersson er ein af stofnendum tveggja sænskra sálfræðistöðva sem sérhæfa sig í loftslagssálfræði. Anderson sem er höfundur bókarinnar „Klimatpsykologi“ viðurkennir að hún hafi sjálf þjást af loftslagsótta.

Hún segir þó að stundum þegar hún ræði þetta við skjólstæðinga, leiki vafi á því hvort um angist sé að ræða eða kvíða eða reiði.

„Það er góð tilfinning að vera reið(ur). En angist fylgir aðgerðaleysi og er því ekki uppbyggileg. Og slíkt er ekki lengur bara vandamál einstaklings heldur allrar plánetunnar,“ segir Kali Andersson

Að mati loftslagssálfræðinga er ekkert óeðlilegt að fyllast skelfingu út af loftslagsbreytingum. Þær eru raunveruleg ógn og ótti eðlileg viðbrögð.

Sumir festast í angist

Í sumum tilfellum framkallar óttinn viðbrögð, en ekki alltaf. „Sumum finnst þeir vera ofurliði bornir og festast í angist,“ segir Frida Hylander, starfssystir Kali Andersson á Loftslagssálfræðismiðstöðinni í samtali við vefsíðu UNRICs. „Ef það eru undirliggjandi þættir á borð við angist eða aðra sálfræðilegan vanda, getur verið erfitt að höndla upplýsingar um loftslagsvána. Þá getur verið nauðsynlegt að leita hjálpar sálfræðings.“

Kari Andersson og Kristoffer Ahlström tóku nýlega þátt í samtali í hlaðvarpi Omvarlden sænskrar vefsíðu um alþjóðamál. Þar sagðist Ahlström hafa verið undrandi á því hversu öflug viðbrögð voru við grein hans. Margir spurðu hvernig þeir gætu lagt lóð sín á vogarskálarnar.

Andersson segir að það sé jákvætt að þegar reiði eða angist finnur sér farveg í aðgerðum. Hún segir að þarna nýtist sérþekking hennar og félaga hennar samtökum og fyrirtækjum sem hún vinnur með.

Þótt sálfræðistofa hennar sinni enn einstaklingum beinist starfið í sífellt meira mæli að atvinnulífi og samtökum.

Hvernig fólk hugsar

„Við leitumst við að beita sálfræðinni í þágu samfélagsbreyting í ljósi loftslagsbreytinga. Við þurfum að beita sálfræðinni og þekkingu okkar bæði á því hvernig fólk hugsar í raun og veru til að örva sjálft sig og hvernig kerfi virka,“ segir hún í samtali við vefsíðu UNRICs.

„Við beitum þessu í þágu samtaka sem nú þegar vinna við þessi málefni. Við reynum að hjálpa þeim að vera skilvirka og vinna með sálfræðilega þekkingu að vopni. Loftslagsbreytingar og umhverfismál einkennast oft af depurð og tilvistarkreppu að margir eiga í erfiðleikum með að innbyrða upplýsingar, melta þær og grípa siðan til aðgerða,“ útskýrir hún.

Og hér geta loftslagssálfræðignar lagt lóð sín á vogarskálarnar með því að greina frá sálfræðilegu sjónarhorni hvernig beina ber upplýsingum til fólk á skilvirkastan hátt með tilliti til áhrifa á hegðun. Hún gefur áþreifanlegt dæmi.

„Sum samtök vilja hvetja fólk til að nota almenningssamkomur. En dugar upplýsingaherferð? Er þekkingu fólks ábatavant? Eru kannski önnur atriði en vanþekking sem valda því að það tekur ekki strætó? Við spyrjum þeirrar spurnngar hvers venga fólk kýs að taka ekki strætó og hvetjum skjólstæðinga okkar til að spyrja sjálfa sig hvort kannski séu fleiri hjólreiða-akgreinar skilvirkari til langst tíma ltið,“ útskýrir Andersson.

Skortir upplýsingar?

Almennt má segja að þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar sé upplýsingaskortur ekki þar sem skórinn kreppir að. Kristoffer Ahlström segir að hin nýja, umfangsmikla skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefði átt að vera stjórnendum hvati til róttækra aðgerða.

„Ég get ekki ímyndað mér hvað þarf meira til að hreyfa við mönnum til að grípa til raunverulegra aðgerða. En hættan er sú að við munum reyna afleiðingarnar á eigin skinni,” segir hann.

Í norðurhluta veraldar hefur veðrið löngum verið vinsælt umræðuefni. Hingað til hefur það verið hlutlaust og ópólitiskt. Sú var tíðin því nú er veðrið orðið ramm-pólitískt. Í Svíþjóð er rætt í fullri alvöru um hvort það sé við hæfi að sjónvarpsveðurfræðingar brosi breitt á meðan þeir segi tíðindi af veðri, sem þegar upp er staðið séu oftar en ekki ótíðindi

Ahlström viðurkennir að á meðan hann fyllist ótta yfir loftslaginu, fyllist han líka öfund út í þá sem stendur á sama.

Öfund!

„Stundum grípur mig lítt öfundsverð tilfinning þegar ég hugsa um loftslagið, nefnlega öfund,“ skrifaði
Ahlström. „Ég öfunda þá sem geta horft á myndir af hrikalegum flóðum í mkið-Evrópu og lesið fréttir
um meint yfirvofandi hrun Golfstraumsins og fundist þetta vera jaðarmál sem ekki skipti þá öllu máli. Ég öfunda þá sem hafa skilið sorgina að baki og sætt sig við að þetta séu orðnir hlutir.“

Klukkan tifar og nú er næsti leiðtogafundur um loftslagsmál handan við hornið. COP26, Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í nóvember í Glasgow. https://ukcop26.org