Loftslagsviðræður SÞ hafnar á ný í Gana

0
391

21. ágúst 2008. – Viðræður um loftslagsbreytingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hófust í dag í Accra í Gana. 1.600 fulltrúar taka þátt í viðræðunum sem miða að því að ná samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir leiðtogafund í lok árs 2009. 


Yvo de Boer, forstjóri UNFCCC.

Fulltrúar 160 ríkja og hagsmunaðila í viðskiptalífi og iðnaði, frjálsra félagasamtaka og rannsóknarstofnana taka þátt í vikulöngum fundi Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). 
Fundurinn í Accra er liður í fundahrinu á vegum SÞ til undirbúnings Loftslagsráðstefnu samtakanna í Kaupmannahöfn í desember 2009. 
Markmið viðræðnanna er að ljúka nýjum samningi til að taka við af Kyoto-bókuninni en fyrstu ákvæði hennar renna út árið 2012. 
“Það er mjög brýnt að þátttakendur í Kyoto-bókuninni nái skjótt samkomulagi um reglur og leiðir til að gera þróuðum ríkjum kleift að ná framtíðar markmiðum um minnkun losunnar, “ segir forstjóri UNFCCC Yvo de Boer. 
“Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að þau úrræði sem eru fyrir hendi munu ákvarða hve langt þróuð ríki munu ganga, þegar ný markmið verða sett.” 
John Agyekum Kufuor, forseti Gana setti fundinn í Accra. Þátttakendur munu ræða meðal annars ræða hvernig minnka eigi losun sem rekja má til minnkunar skóglendis. Talið er að 20% losun gróðurhúsalofttegunda eigi rætur að rekja til vaxandi ágangs á skóglendis auk uppblásturs í þróunarríkjum. 
Að auki verður í fyrsta skipti til umræðu á vegum Kyoto-bókunarinnar bæði fjárhagsleg- og tæknileg úrræði til að draga úr losun og aðlagast loftslagsbreytingum. “Þátttakendur munu ekki aðeins fara í saumana á því hver fjárhagsleg þörf er mikil, heldur einnig kanna hvernig afla má fjár í tengslum við nýjan alþjóðlegan samning og hvaða tænilegra úrlausna er þörf,” segir de Boer.   
 Síðasti fundur í samningahrinu SÞ var haldinn í Bonn í Þýskalandi í júní. Næsti fundur verður í Poznan í Póllandi 1.-12. desember.