Lokahnykkur til að ná Þúsaldarmarkmiðum

0
579

MDG final push

8.júlí 2014. Lífsgæði milljóna um allan heim hafa aukist þökk sé samstilltu átaki á heimsvísu til að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun.

Þau munu nýtast sem grundvöllur nýrra þróunaráætlana að því er fram kemur í nýrri úttekt sem Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í New York í gær. Árlega skýrslan um stöðu Þúsaldarmarkmiðanna þjónar einnig sem herhvöt til að brýna þjóðir heims til að nýta þann skriðþunga sem greint er frá í henni, til þess að ná sem flestum markmiðum.

MDG1 ENMörgum einstökum Þúsaldarmarkmiðum hefur nú þegar verið náð og munar þar ekki síst um fækkun fátækra, bættan aðgang að drykkjarvatni, meiri lífsgæði íbúa fátækrahverfa og jafnvægi kynjanna í skólasókn í grunnskóla. Í Skýrslunni um Þúsaldarmarkmiðin um þróun 2014 kemur fram að mörg önnur markmið séu innan seilingar fyrir 2015 en fyrir þann tíma átti að ná öllum átta þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Ef svo fer fram sem horfir munu markmiðinum um mýrarköldu (malaríu), berkla og aðgang að HIV-meðferð verða náð og gott betur og hungur-takmarkið er innan seilingar. Miklar framfarir eru sagðar merkjanleglar hvaðMDG2 EN varðar aðgang að tækni, lækkun tolla, niðurfellingu skulda og vaxandi pólitíska þátttöku kvenna. Skýrslan um Þúsaldarmarkmiðin er byggð á heildstæðum opinberum hagtölum.

„Þúsaldarmarkmiðin um þróun voru fyrirheit um að efla mannlega reisn, jafnrétti og réttlæti og útrýma örbirgð í heiminum,“ sagði Ban á blaðamannafundi í New York. „Með Þúsaldarmarkmiðunum átta að tölu, eignuðumst við skýrt afmarkaðan og mælanlegan vegvísi með skýrum tímaramma til þess að takast á við brýnustu þróunarmál okkar daga.“

  • MDG2 Malalav2Samkvæmt skýrslunni hafa líkur á að barn látist fyrir fimm ára aldur minnkað um helming, en það þýðir að 17,000 lífum barna er bjargað á hverjum degi.
  • Mæðradauði hefur minnkað á heimsvísu um 45% frá 1990 til 2013.
  • Meðferð við HIV hefur bjargað 6.6 milljónum mannslífa frá 1995.
  • Aðgerðir gegn mýrarköldu á árunum 2000 til 2013 björguðu 3.3 milljónum frá dauða.
  • Berklavarnir hafa að því að talið er bjargað 22 milljónum mannslífa.

Þúsaldarmarkmiðunum um þróun á að hafa verið náð fyrir árslok 2015. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru nú í óðaönn að undirbúa breiðari þróunarmarkmið til að taka við af MDG3 ENþeim og er stefnt að samkomulagi fyrir september 2015. Þúsaldarmarkmiðin um þróun voru samþykkt á svokölluðum Árþúsundafundi, leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alda- og árþúsundamótunum árið 2000. Þau eru eftirfarandi: 

Þúsaldarmarkmiðin um þróun:

MDG4 ENMarkmið 1 – Útrýma sárri fátækt og hungri

Markmið 2 – Koma á alheimsgrunnskólamenntun

Markmið 3 – Stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna

Markmið 4 – Draga úr ungbarnadauða

Markmið 5 – Bæta heilsu ungmæðra

Markmið 6 – Berjast gegn útbreiðslu HIV/alnæmi, mýrarköldu og annarra sjúkdóma

Markmið 7 – Tryggja sjálfbært umhverfi

Markmið 8 – Þróa samstarfshópa á heimsvísu til þróunar

Á vefsíðunni Globalis sem er á vegum Félag Sameinuðu þjóðanna, er hægt að sjá hvernig hverju einstöku þróunarríki gengur að ná hverju Þúsaldarmarkmiði.