Lykil ályktun Öryggisráðsins um Kosovo enn í gildi

0
444

31. mars 2008. Ályktun Öryggisráðsins númer 1244 er enn í fullu gildi þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo. Þetta er niðúrstaða Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem lögð var fram í New York.

Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Kosovo og átti fund með Thaci forsætisráðherra skömmu eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna.

Sveit SÞ í Kosovo "UNMIK mun halda áfram samkvæmt þeim skilningi að ályktun 1244 sé í gildi þar til Öryggisráðið kemst að annari niðurstöðu,” segir í skýrslunni. 
Ályktunin greiddi fyrir að sveitir Sameinuðu þjóðanna tækju við stjórn  héraðsins eftir íhlutun NATO árið 1999 sem skakkaði leikinn er Serbar reyndu að ganga á milli bols og höfuðs á albönskum aðskilnaðarsinnum.
Í skýrslunni segir að sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo frá Serbíu 17. febrúar takmarki möguleika Sameinuðu þjóðanna á að stjórna héraðinu. “UNMIK mun hér eftir sem hingað til takast á við þennan vanda á raunsækjan og praktískan hátt með það að leiðarljósi að tryggja frið og öryggi í Kosovo,” segir í skýrslu famkvæmdastjórans.  
Serbía telur að sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo sé brot á ályktun Öryggisráðsins númer 1244 en samkvæmt tóku Sameinuðu þjóðirnar að sér stjórn héraðsins en Serbía hélt fullveldi sínu yfir því.
Átján af 27 aðildarríkjum ESB hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo.