Lykketoft kosinn forseti Allsherjarþingsins

0
469
Lykketoft2

Lykketoft2
16.júní 2015. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus í gær Danann Mogens Lykketoft forseta 70.Allsherjarþingsins sem hefst í haust.

LykketoftAssembly PresidentLykketoft er nú forseti Folketinget, danska þingsins, en var formaður danska Jafnaðarmannaflokksins og hefur gegnt embættum utanríkis- og fjármálaráðherra. Hann verður sjötugur á þessu ári, og er því jafnaldri Sameinuðu þjóðanna sjálfra.

Í ávarpi til Allsherjarþingsins eftir að hann hafði verið kosinn með lófataki, sagði Lykketoft að hann myndi á forsetastól beita sér fyrir stuðningi við aðgerðir í þágu “réttlátari og stöðugri heim” í samræmi við kjarna Þúsaldarmarkmiðanna um þróun.

„Aðildarríkin standa nú frammi fyrir lokaátakinu í að móta þróunaráætlanir sem gilda fyrir allan heiminn og markast af umbreytingum í þágu fólksins og takast á við baráttumál okkar tíma,“ sagði Lykketoft. „Þegar þróunaráætlanirnar koma til framkvæmda munu þær greiða fyrir útrýmingu fátæktar á sama tíma og loftslagsbreytingum verður haldið í skefjum, þanþol eflt og ýtt undir sjálfbæran hagvöxt í þágu allra.“

Lykketoft nefndi þrjú atriði sem hann ætlar að beita sér fyrir sem forseti Allsherjarþingsins; að Sameinuðu þjóðirnar geri sig enn frekar gildandi við að hlúa að alþjóðlegum friði og öryggi og efla framfarir í mannréttindamálum, auk þróunarstarfsins.

„Markmið mitt er að beita verkhyggju til að komast að niðurstöðum með raunhæfar aðgerðir að markmiði. Þeim ber að vera leiðarljós til tafarlausra og skilvirkra aðgerða af hálfu allra aðila, hvort heldur sem er Sameinuðu þjóða-kerfisins, aðildarríkja, borgaralegs samfélags eða einkageirans,“ bætti hann við og hét því að starfa á opinn og gagnsæjan hátt og taka tillit til allra sjónarmiða.

Forsetaefnið tók fram að hann myndi taka tilllit til áhuga margra aðildarríkja á umbótum á starfi Öryggisráðsins, sérstaklega í ljósi þess að Lykketoft3framundan er val á nýjum aðalframkvæmdastjória.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Lykketoft til hamingju og lauk lofsorði á „einstakan stuðning“ hans við þróunarstarf og „mikinn skilning á helstu vandamálum samtímans.“

„Kosningin er árlegur viðburður á dagskrá Sameinuðu þjóðanna, en á þessu ári gefst einstakt tækifæri til að móta söguna. „Við eigum ekki völ á betri leiðtoga en herra Lykketoft.“

Daninn sest á forsetastól í september við upphaf sjötugasta Allsherjarþings samtakanna.

Ljósmyndir: 1.) Lykketoft ávarpar Allsherjarþingið eftir kjörið í gærkvöld. 2.) Lykketoft með Sam Kutsea, fráfarandi forseta Allsherjaþingsins. 3.) Lykketoft sýnir Ban Ki-moon fundarsal danska þingsins.  SÞ/Eskinder Debebe.