Maður vikunnar

mandela

16.júlí 2013 – Nelson Rolihlahla Mandela fæddist í Transkei, Suður-Afríku þann 18. júlí 1918. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað honum þennan dag og halda árlega uppá Alþjóðadag Nelsons Mandela á afmælisdegi hans þann 18.júlí. Faðir hans var Hendry Mphakanyiswa af Tembu ættbálknum. Mandela gekk í barnaskóla í Qunu, þar sem kennararnir gáfu honum kristna nafnið Nelson í samræmi við hefðir á þeim tíma. Síðar nam Mandela lögfræði og listir við Fort Hare og Witwaterstrand háskólanna. Árið 1944 gekk Mandela til liðs African National Congress (ANC) og tók þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda frá árinu 1948. Honum var stefnt og hlaut kæru fyrir samsæri gegn stjórnvöldum árin 1956-1961 en var þá sýknaður af þeim ákærum árið 1961.

Eftir að stjórnvöld bönnuðu ANC hreyfinguna árið 1960, var Mandela með í að leggja til að innan ANC skildi stofnaður hernaðararmur. Stjórn ANC samþykkti að stöðva ekki þá meðlimi flokksins sem vildu nota ofbeldisfyllri aðferðafræði innan þessa nýja hernaðararms og úr varð hliðarhreyfingin Umkhonto we Sizwe.
Árið 1962 var Mandela handtekinn og dæmdur til fimm ára þrælkunarvinnu. Ári síðar eða 1963 voru margir af samstarfsmönnum Mandela bæði í ANC og Umkhonto we Sizwe handteknir. Mandela sjálfur var ákærður fyrir samsæri og fyrirætlan að steypa stjórnvöldum af stóli með ofbeldisfullum aðferðum. Þann 12.júní 1962 var Nelson Mandela ásamt átta öðrum meðlimum hópsins dæmdur í svokölluðum Rivonia réttarhöldum til lífstíðar fangelsisvistar. Varnarræða Mandela við réttarhöldin vakti mikil og sterk viðbrögð um allan heim.

Frá árunum 1964 til 1982 var Mandela í haldi á Robben fangaeyjunni rétt fyrir utan Höfðaborg og eftir það í Pollsmoor fanglesinu á meginlandinu.
Orðspor Mandela óx jafnt og þétt meðan á fangavist hans stóð. Hann var almennt viðurkenndur sem mikilvægasti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sem slíkur öflugt tákn gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda og réttindabaráttu svartra. Hann endurtekið stóð við pólitískar skoðanir sínar þrátt fyrir tilboð um frelsi ef undan myndi láta.

Eftir 27 ár í fangelsi var Nelson Mandela látin laus þann 1.febrúar 1990. Sem frjáls maður hóf hann samstundis áframhaldandi vinnu við að ná þeim markmiðum sem hann og félagar hans höfðu sett sér næstum fjórum áratugum áður. Árið 1991, á fyrstu „frjálsu“ ráðstefnu ANC í Suður-Afríku síðan stofnunin hafði verið bönnuð 31 ári áður, var Nelson Mandela kjörinn forseti hreyfingarinnar og hélt áfram baráttu sinni gegn hvítu minnihlutastjórninni.

Nelson Mandela varð fyrsti lýðræðiskjörni þeldökki forseti Suður-Afríku árið 1994 og vann alla tíð að því að draga úr spennu og auka samstarfs milli kynþátta í landinu. Eftir að hafa setið sem forseti í eitt kjörtímabil, steig Mandela af stóli en hélt áfram að berjast fyrir lýðræðislegum endurbótum, jafnrétti og friði þá sér í lagi með Nelson Mandela sjóðnum. Hann var allan sinn starfsaldur og er enn innblástur margra og fyrirmynd þegar talað er um jafnréttindi, mannréttindi og baráttu gegn kúgum. Mandela hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1993.