Malaví: WFP fagnar framlagi Íslands

0
584
Beðið eftir matnum Nemendur við Kankhande-skólann í Malaví biðu á föstudag eftir fyrstu heimaræktuðu skólamáltíðinni, maísgraut og mangói.
Beðið eftir matnum Nemendur við Kankhande-skólann í Malaví biðu á föstudag eftir fyrstu heimaræktuðu skólamáltíðinni, maísgraut og mangói. Mynd/ Gunnar Salvarsson/Utanríkisráðuneytið

 Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur fagnað rúmlega 220 milljóna  framlagi Íslands til skólamáltíða í Malaví.

 1.7 milljón Bandaríkjala framlaginu verður varið til að efla heimaræktaðar skólamáltíðir í Mangochi-héraði 2022-2024.

Með þessu framlagi er hægt að halda áfram að veita og efla nærringarríkar skólamáltíðir fyrir 13 þúsund börn. 1500 bændur á svæðinu munu einnig njóta góðs af átakinu í formi framleiðsluþróunar, meðhöndlun uppskeru og markaðssetningu.

„Þegar börn fá heilnæma fæðu í skólanum, stuðlar það að betri heilsu þökk sé nærringarríkri fæðu, auk betri aðgangs að menntun,“ segir Paul Turnbull stjórnandi WFP í Malaví. „Við þökkum ríkisstjórn Íslands fyrir öflugan stuðning við skólamáltíða-átak sem byggir á heimaræktuðum afurðum. Slíkt eflir hagkerfi staðarins og alla matvælavirðiskeðjuna.“

Keypt af heimamönnum

Skólamáltíðamódel sem byggir á matvælum ræktuðum í heimabyggð felur í sér að í samstarfi WFP við skóla eru matvæli keypt af heimamönnum. Skólar gera samninga við bændur um að útvega heimaræktuð, fjölbreytt matvæli. Nýja framlagið festir í sessi þann árangur sem náðst hefur frá því Ísland hóf stuðning sinn 2014 og styrkir þá viðleitni að innlend skólamáltíða-áætlun verði sjálfbær.

„Íslendingar eru mjög ánægðir með að halda áfram öflugu samstarfi við WFP og ríkisstjórn Malavía,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví. „Næringarrík dagleg máltíð er verulegur hvati til að skrá börn í skóla og að þau mæti vel. Heimaræktaðar skólamáltíðir styðja auk þess við bakið á því kennslu-umhverfi sem Ísland hefur stutt við bakið á í Mangochi.“

Árangur af skólamáltíðum er bæði til skamms- og langs tíma. Dæmi víða að sanna að fjárfesting í skólamáltíðum skili sér margfalt til baka. Fyrir hvern dollara sem fjárfestur er skila sér 20 í menntun og mannauði, auk þess að vera vatn á mylli hagkerfisins á hverjum stað með því að glæða efniskaup og atvinnu.

Úttekt á skólamáltíðastarfi WFP í Malaví  2019 leiddi í ljós að fjarvera minnkaði um 5% með því að bjóða upp á mat. Svipuð könnun frá 2018 benti til að mæting ykist úr 77 í 92 þökk sé skólamáltíðum WFP.

Nær til 600 þúsunda

Vegna COVID-19 og fjöldatakmarkana hafa nemendur geta fengið mat heim til sín í stað að neyta máltíðanna á staðnum frá apríl 2020. Frá því í september 2021 er boðið upp á skólamáltíðir á staðnum að nýju. Skólamáltíðir WFP ná nú til 600 þúsund nemenda í sjö umdæmum í Malaví.