Mannkynið herjar á náttúruna

0
859
Fjölbreytni lífríkisins
Mandarín fiskur. Mynd: Dorothea OLDANI - Unsplash

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í gær að svo væri komið að „mannkynið ætti í stríði við náttúruna.” Á sama tíma benda Sameinuðu þjóðirnar á að álíka fé sé varið til náttúruverndar í heiminum og mannkyn eyðir í gæludýrafóður.

Fjölbreytni lífríkisins
António Guterres ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um fjölbreytni lífríkisins

Guterres lét orð sín um hernaðinn gegn náttúrunni falla í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um fjölbreytni lífríkisins í gær.

Hann sagði að eyðing skóga, loftslagsbreytingar og sífelld aukning ræktaðs lands á kostnað óbyggða væri að eyðileggja líf á jörðinni. „Við erum hluti af brothættum vef og við þurfum á því að halda að hann sé heilbrigður til þess að við og komandi kynslóðir geti þrifist.“

Langstærsti þjóðgarður Evrópu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisaráðherra kynnti stefnumótun Íslands í ávarpi sínu á leiðtogafundinum.

„Ríkisstjórn Íslands er staðföst í stuðningi sínum við náttúruvernd.  Nú er verið að undirbúa stofnun stórs þjóðgarðs á miðhálendinu, víðáttumiklum óbyggðum sem þekja nærri 30% yfireborðs Ísland. Þetta yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. Þetta er stærsta framlag Íslands til náttúruverndar hingað til.”

Fjölbreytni lífríkisins
Mamhead í Exeter, Bretlandi. Red Zeppelin – Unsplash

Markmið leiðtogafundarins var að meta hvernig til hefði tekist að ná markmiðum sem átti að ná fyrir þetta ár 2020. Einnig að leggja grunn að nýjum aðgerðaáætlunum til að koma í veg fyrir hrikalegt tjón á lífi á jörðinni og umhverfinu.

Eitt af markmiðunum var að herða á aðgerðum til að hlúa að fjölbreytni lífríkisins. Guterres aðalframkvæmdastjóri benti á að þrátt fyrir heitstrengingar hafi ekki verið nóg að gert til að ná þeim markmiðum um fjölbreytni lífríkisins sem átti að ná í ar. Með því að lifa í sátt við náttúruna, bætti hann við, væri hægt að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í þágu fólksins og plánetunnar sjálfrar.

Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út fyrr í þessum mánuði hefur engum þeirra 20 markmiða sem sett voru árið 2010 verið náð í ár, 2020.

Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur öllum dýrum í heiminum fækkað um 30% frá 1970. Fenjaviður og baunagras hafa minnkað um 20% og lifandi kórólum fækkað um 40%.

Áður var talað um kreppa en ástandið hefur enn versnað

Fjölbreytni lífríkisins
Mynd: Francisco Jesús Navarro Hernández – Unsplash

Virkni mannsins hefur breytt fjölbreytni lífríkisins og að minnsta kosti að hluta til er það óafturkræft. Flest vistkferfi og lífríkið innan þeirra sæti ýmiss konar álagi. Búsvæði lífvera eru eyðilögð og megnun, ofnýting og loftslagsbreytingar valda miklum spjöllum. Af þesum sökum eru mörg að hruni komin eða standa ekki lengur undir nafni.

Fjölbreytni lífríkisins minnkar eftir því sem mannkynið teygir anga sína víðar. Þetta felur í sér að fjöldi tegunda fækka vegna álagsins sem þessu fylgir. Aldauði er næsta skref í löngu eyðingarferli og byrjar með útdauða á einstökum stöðum, áður en aldauða á heimsvísu er náð.

Saga geirfuglsins er víti til varnaðar.

Leiðtogafundur SÞ um fjölbreytni lífríkisins 2020

Þrátt fyrir allt hefur nokkur árangur náðst. Möguleikar á að metas stöðuna hafa batnað til muna og framlög til náttúruverndar hafa tvöfaldastd í heiminum á síðastliðnum áratug og eru nú á bilinu 78-91 milljarður Bandaríkjadala á ári. Vernduð svæði hafa líka stækkað um allan heim. billion annually.

Achim Steiner forstjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna telur að áætlanir um vernd 17% þess lands og 10% sjávar sem stefnt var að hafi náð fram að ganga.

Fjármagn skiptir öllu 

Fjölbreytni lífríkisins
Okapi. Mynd: Brian McGowan – Unsplash

Áætlanir og þekking er til lítils ef fjármagn er ekki fyrir hendi. Rannsóknir benda til að til þess að stöðva frekari eyðileggingu jurta og dýra og endurreisa lífríki þurfi að auka árlegar fjárveitingar um 600 til 824 milljarðar dala á ári. Þrátt yfir áskoranir á þjóðrleiðtoga hafa aðeins örfá Evrópuríki aukið framlög sín.

„Við verjum núna minna en 100 milljörðum Bandaríkjadala árlega til að sinna náttúruvernd, það er um það mil sama og eytt er í gæludýrafóður í heiminum,“ segir Achim Steiner forstjóri UNDP.

Til að setja þessar upphæðir í samhengi má nefna að 700 milljarðar dala eru „minna en 1% þjóðarframleiðslu heims og brotabrot af þeim 5.2 trilljónum dala sem eytt er í að niðurgreiða jarðefnaorkugjafa árlega,“ benti Steiner á.

Ögurstund

Fresta varð Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fjölbreytni lífriksins sem vera átti í þessum mánuði til maí á næsta ári vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Á ráðstefnunni sem haldin er í Kunming í Kína ber leiðtogum heims að samþykkja nýja áætlun fyrir næstu tíu ár eða til 2030 til að bjarga lífríki jarðar.

Fyrir tíu árum voru samþykkt markmið til að draga úr skaða og ernda fjölbreytni lífríkisins. Ekki var staðið við þau.

Við höfum enn tækifæri til að stöðva þær hamfarir sem felast í umfangsmiklu tap lífríkis en tíminn er á þrotum.